Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur á Spáni

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, er látinn 76 ára. Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur í golfferð á Spáni í síðustu viku.

Birtir kveðjuræðu sem átti að flytja hefði Ragnar Þór náð kjöri

Formaður í Stéttarfélagi Vesturlands var búin að semja harðorða ræðu til að flytja undir liðnum Önnur mál á þingi ASÍ í síðustu viku viðbúin því að Ragnar Þór Ingólfsson næði kjöri sem forseti ASÍ. Svo fór ekki því Ragnar Þór og hans nánasta samstarfsfólk yfirgaf þingið í mótmælaskyni áður en gengið var til kosninga.

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.

Á­fram fjórar vikur í gæslu­varð­haldi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur.

Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur

Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag.

Sjá meira