Skerðing á Akureyri þar sem gengur illa að fá fólk til starfa Vegna veikinda starfsfólks og skorts á heilbrigðisstarfsmönnum þarf að grípa til tímabundinnar skerðingar á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað tímabundið meðal annars til að létta á álagi á gjörgæsludeild. Þetta kemur fram í pistli Hildigunnar Svavarsdóttur forstjóra á vefsíðu stofnunarinnar. 13.1.2023 16:23
Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13.1.2023 15:57
Lofsyngur Landspítalafólk 32 kílóum léttari eftir heimsókn á Klíníkina Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir stærsta vanda heilbrigðiskerfisins á Íslandi snúa að offitu. Sjálfur fór hann í hjáveituaðgerð í ágúst og er 32 kílóum léttari. 13.1.2023 14:26
Skilur sjónarmið náttúruverndarsinna en kallar eftir sanngirni Oddviti Skaftárhrepps segist fagna allri uppbyggingu í hreppnum hvort sem hún sé af hendi einkaaðila eða opinbers aðila. Framkvæmdaleyfi fyrir Hnútuvirkjun var felld úr gildi í vikunni og óvíst með framhaldið. 13.1.2023 11:21
Biðja íbúa að leita í görðum og geymslum að Modestas Lögreglan á Vesturlandi biður íbúa í Borgarnesi og nágrenni að skoða sitt nærumhverfi vegna leitarinnar að Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni, sem saknað hefur verið síðan á laugardag. 12.1.2023 16:02
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12.1.2023 15:02
Leyfi afturkallað fyrir umdeildri virkjun í Skaftárhreppi Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skaftárhrepps vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti. Fimm náttúruverndarsamtök og hópur landeigenda á svæðinu kærðu leyfið til úrskurðanefndarinnar í júní í fyrra, meðal annars vegna brota á náttúruverndarlögum. 12.1.2023 12:38
Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12.1.2023 10:15
Ólyktin sem olli íbúum í Hafnarfirði ógleði á rætur að rekja til Costco Bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco í Kauptúni í Garðabæ olli ólykt í vesturhluta Hafnarfjarðar í desember. Lyktin barst meðal annars upp úr niðurföllum og sturtubotnum íbúða í hverfinu. 11.1.2023 16:43
Stórt snjóflóð féll inn af Flateyri í gærkvöldi Allstórt snjóflóð féll nærri Flateyri í gærkvöldi og stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg. Mesti hraði í flóðinu mældist upp á 54 m/s. 11.1.2023 16:29