Óvænt uppsögn bæjarstjóra í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars. 20.2.2023 14:23
Rætur nýs markaðsstjóra Icewear liggja til Víkur í Mýrdal Elma Bjartmarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Icewear. Elma er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum á Bifröst og viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur frá Akademias. 20.2.2023 12:01
Benedikt Orri hjá Meniga orðinn forstjóri Rafnars Benedikt Orri Einarsson hefur verið ráðinn forstjóri haftæknifyrirtækisins Rafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafnar sem vinnur að því að auka aðgengi að úthöfunum með þróun nýrra haftæknilausna. Benedikt var áður framkvæmdastjóri fjármála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. 20.2.2023 11:57
Þrjár stórar bensínstöðvar N1 verða fyrir undanþáguaðila N1 hefur fengið undanþágu til afgreiðslu á þremur benínstöðvum félagsins. Þar geta aðilar sem hafa fengið undanþágur samþykktar hjá Eflingu fengið afgreitt eldsneyti. 20.2.2023 11:36
Fréttakviss vikunnar: Kynbomba kvaddi og innáskipting í kjaradeilu Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 18.2.2023 10:55
Sekt Fossa stendur vegna bónusa í búningi arðgreiðslna Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir braut lög þegar fyrirtækið greiddi út of háa kaupauka til starfsmanna sinna og kallaði þá ranglega arðgreiðslur. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, héraðsdóms og nú Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. 17.2.2023 14:07
Vinir og fangar gefa skýrslu fyrir dómi í stóra kókaínmálinu Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu er framhaldið í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir dóminn koma vinir ákærðu í málinu, sumir sem von er á í dómsal en önnur sem afplána dóma í fangelsinu á Litla-Hrauni. 17.2.2023 13:37
Eldur í húsnæði fyrir fólk í fíknivanda og flóttafólk í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17.2.2023 09:47
Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. 17.2.2023 09:05
Engin merki um að eldgos á Reykjanesi sé handan við hornið Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekkert benda til þess að gos sé handan við hornið á Reykjanesi. 16.2.2023 15:32