The Prodigy spilar lög af nýrri plötu Hljómsveitin The Prodigy er komin aftur á stjá og ætlar að spila ný lög af væntanlegri plötu sinni á Download-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Platan verður sú sjötta í röðinni og hefur ekki fengið nafn enn sem komið er. Sú síðasta hét Invaders Must Die og kom út fyrir tveimur árum. Rokksveitirnar Metallica og Black Sabbath, sem er að koma saman á nýjan leik með Ozzy Osbourne í fararbroddi, spila einnig á hátíðinni. Tónlist 24. nóvember 2011 04:00
Syngur um íslensku konuna á fyrstu sólóplötunni Valur var eitt sinn kenndur við hljómsveitina Buttercup, en sendir frá sér fyrstu sólóplötuna á næstunni. Valur segir rólega stemningu á plötunni. Tónlist 23. nóvember 2011 13:30
Músíkalskt par gefur út Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur hafa gefið út plötuna Glæður. Þar eru fjórtán hugljúf lög, þar af þrjú frumsamin. Platan varð til upp úr samstarfi þessa músíkalska pars, sem hefur undanfarin ár haldið fjölda dúettatónleika við sívaxandi vinsældir. Á meðal laga á plötunni eru Við gengum tvö, Enn syngur vornóttin, One of Us með ABBA og Boat on the River. Glæður var hljóðrituð á einu kvöldi í Stúdíó Sýrlandi með völdum hópi áheyrenda. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Daði Birgisson og Taylor Selsback spiluðu inn á plötuna. Tónlist 23. nóvember 2011 11:00
Plata með tónleikum Aðdáendur Quarashi geta nú keypt lokatónleika sveitarinnar sem voru haldnir á Nasa í sumar. Tónleikaplatan er aðeins gefin út stafrænt og fæst einungis á Tónlist.is. Einnig fá þeir sem kaupa Anthology-safnpakka Quarashi tónleikaplötuna frítt í kaupbæti. Aukalögin tvö, Shady Lives og An Abductee, sem eru ekki í pakkanum, fylgja einnig með í kaupbæti. Þetta verður allra síðasta útgáfa Quarashi en bæði Steini og Tiny eru langt komnir með fyrstu sólóplötur sínar. Tónleikaupptaka af laginu Pro fer í útvarpsspilun í vikunni. Einnig er hægt að heyra lagið á Fésbókarsíðu Quarashi. Tónlist 23. nóvember 2011 11:00
Syngur Heims um ból á miðjum Mercury-tónleikum Fernir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, söngvara Queen, verða haldnir í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Friðrik Ómar segist vera í hörkuformi. Tónlist 23. nóvember 2011 07:00
Erfiðast að semja textana Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum. Tónlist 22. nóvember 2011 07:00
Akkúrat rétta umgjörðin Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. Tónlist 18. nóvember 2011 06:00
Stjarnfræðilegar vinsældir lélegustu hljómsveitar heims Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Tónlist 17. nóvember 2011 21:30
Dr. Dre tekur sér frí Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre ætlar að taka sér frí frá tónlistinni eftir 27 ár í bransanum án teljandi hvíldar. Tónlist 17. nóvember 2011 14:00
Bono kenndi mér að dansa Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine segir að Bono, söngvari U2, hafi kennt sér að dansa á háum hælum uppi á sviði. Hljómsveitin hitaði upp fyrir U2 á 360-tónleikaferð hennar um heiminn. Tónlist 17. nóvember 2011 13:00
Boyle vill syngja með Kings of Leon Söngkonan Susan Boyle, sem sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Britain‘s Got Talent, hefur áhuga á að syngja með Kings of Leon og Lady Gaga. Tónlist 17. nóvember 2011 12:00
Gamla góða Grafík lifnar við Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar. Tónlist 15. nóvember 2011 21:00
Dikta stefnir enn hærra Það eru eflaust einhverjir sem bíða spenntir eftir fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar Diktu, Trust Me. Hún dettur í hús á föstudaginn en síðasta plata sveitarinnar, Get It Together, náði platínumsölu og vel það. Tónlist 14. nóvember 2011 12:00
Tónleikaplötu Sigur Rósar vel tekið Fyrsta tónleikaplata Sigur Rósar er komin út. Platan hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda helstu tónlistartímarita heims. Sigur Rós hefur sent frá sér tónleikapakkann INNI. Í pakkanum má finna tvöfalda tónleikaplötu sem var tekin upp á tónleikum hljómsveitarinnar í Alexöndruhöll í Lundúnum í nóvember árið 2008, þá fyrstu sem hljómsveitin sendir frá sér ásamt mynd eftir Vincent Morisset um sömu tónleika. Tónlist 13. nóvember 2011 18:00
Grænt ljós á Mandela-tónleika „Nú setjum við bara framkvæmdina í gang og byrjum að undirbúa viðburðinn,“ segir Sigurjón Einarsson kvikmyndagerðarmaður. Tónlist 12. nóvember 2011 13:00
Frank stofnar plötuútgáfu Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn. Tónlist 10. nóvember 2011 23:00
Morrissey kærir NME Sérvitringurinn og snillingurinn Morrissey hefur kært tímaritið NME vegna viðtals sem lætur hann líta út fyrir að vera rasisti. Málið verður tekið fyrir hjá breskum dómstólum á næsta ári. Harmageddon 10. nóvember 2011 20:30
Justice skiptir um gír Franska dúóið Justice sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, Cross, árið 2007. Nú er plata númer tvö komin út, Audio Video Disco. Tónlist 10. nóvember 2011 16:00
Ný plata frá Lanegan Mark Lanegan, sá mikli snillingur og söngvari hljómsveitarinnar sálugu Screaming Trees, sendir frá sér plötu í febrúar undir nafni Mark Lanegan Band. Harmageddon 10. nóvember 2011 11:30
Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti "Við erum rosalega spenntar fyrir þessu,“ segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies. Á föstudaginn kemur út svokallað mixteip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles. Tónlist 10. nóvember 2011 11:00
Samstarfið ber ávöxt Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu samnefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna. Harmageddon 10. nóvember 2011 10:15
Upp á yfirborðið Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan. Gísli Pálmi kemur fram á Gauknum á laugardagskvöld. Harmageddon 10. nóvember 2011 10:00
Mömmuvænt alþýðupopp í Þjóðleikhúskjallaranum Tríóið 1860 tók til starfa fyrir réttu ári en hefur þegar látið frá sér sína fyrstu breiðskífu, sem kallast Sagan. Hljómsveitin spilar þjóðlagaskotið popp sem fengið hefur góðar viðtökur hjá landanum. Útgáfutónleikar verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 22. Tónlist 10. nóvember 2011 07:00
Forréttindi að búa til tónlist Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í fyrsta sinn sem hún plokkaði gítarinn og opnaði munninn undir nafninu Lay Low. Síðan eru liðin fimm ár og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Lovísa h Harmageddon 10. nóvember 2011 06:00
Bjó til plötu og börn Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni. Tónlist 9. nóvember 2011 16:00