Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ég er alls engin dúlla

Sigríður Thorlacius er ein besta söngkona sinnar kynslóðar og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína bæði með hljómsveitinni Hjaltalín og í ýmsum sólóverkefnum. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012 sem söngkona ársins og samtali

Tónlist
Fréttamynd

Spila á Aldrei fór ég suður

Jónas Sigurðsson, Borko, Futuregrapher, Duro, Langi Seli og Skuggarnir, Oyama, Prinspóló og Ylfa hafa verið staðfest á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður. Þetta er þriðjungur þeirra listamanna sem spila á hátíðinni og verður tilkynnt um hina síðar.

Tónlist
Fréttamynd

Útgáfutónleikar á LUV-deginum

"Það hittist þannig á að í dag er LUV-dagurinn, sem er til minningar um frænda minn Hermann Fannar Valgarðsson, eða Heimma feita eins og hann var kallaður. Ég lofa því að það verður mikil ást og friður í loftinu á tónleikunum í kvöld," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór, sem heldur útgáfutónleika sína á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Frábær Sónar-hátíð

Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði.

Tónlist
Fréttamynd

Ásgeir Trausti sigurvegari kvöldsins

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta var alveg stórkostlegt“

Sónar tónlistarhátíðinni lauk með glæsibrag í Hörpu í gærkvöldi. Tæplega þrjú þúsund manns sóttu hátíðina en á meðal tónlistarmanna sem komu fram voru Mugison, Ásgeir Trausti, James Blake og Squarepusher.

Tónlist
Fréttamynd

Einn af meisturunum

Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher.

Tónlist
Fréttamynd

Krakkarnir í Oyama leggja land undir fót

Hljómsveitin Oyama, sem gaf nýlega út EP-plötuna I Wanna, leggur nú land undir fót í fyrsta sinn. Tilefnið er bransahátíðin by:larm í Ósló sem og nokkrir tónleikar í London, þar á meðal á svokölluðu Club NME-kvöldi á hinum virta tónleikastað Koko. Fyrri tónleikarnir í Ósló voru í gær en þeir síðari verða í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Allir sungu með í Póllandi

Hljómsveitin Bloodgroup sendi frá sér sína þriðju plötu nú í vikunni, Tracing Echoes. Janus Rasmussen og Sunna Þórisdóttir söngvarar sveitarinnar segja Evróputúr á döfinni í apríl.

Tónlist
Fréttamynd

Hörpu verður breytt í stærsta klúbb Íslands

Nú stendur til að breyta Hörpunni í stærsta klúbb landsins og jafnvel í Evrópu. Sónar hátíðin er handan við hornið 15.-16.febrúar. Mikið er lagt upp úr sjónrænum og hljóðrænum hughrifum á hátíðinni. Allir helstu tónlistarmenn heimsins keppast um að koma fram á hátíðinni. Það þykir mikil viðurkenning fyrir tónlistarmenn að koma fram á Sónar en hátíðin hefur verið haldin við góðan orðstír í Barcelona, Sao Paolo, Tokyo og nú loksins í Reykjavík. Vinsældir danshljómsveitarinnar Sísý Ey hafa farið ört vaxandi og bráðlega er von á plötu með hljómsveitinni. Sísý Ey skipa þrjár systur sem eru dætur Ellenar Kristjáns þannig að þær eiga ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Sísý Ey koma fram á Sónar Reykjavík. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Frosta Logason viðtal við hljómsveitina.

Tónlist