Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Féll aftur fyrir sig og rotaðist

Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild.

Innlent
Fréttamynd

Handtóku mann á leiðinni úr innbroti og fundu mikið magn af þýfi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann sem var á göngu með bakpoka og þótti grunsamlegur. Maðurinn viðurkenndi að vera á leið úr innbroti og vísaði lögreglu að lokum á mikið magn af þýfi sem talið er koma úr innbrotahrinu sem lögregla hefur haft til rannsóknar að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Ók inn í hóp af fólki

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Stórholti um klukkan sjö í gærkvöldi. Maðurinn ók fyrst utan í aðra bifreið en síðan inn í hóp af gangandi vegfarendum.

Innlent
Fréttamynd

Snar­ræði slökkvi­liðs­manna kom í veg fyrir að ekki fór enn verr

Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna.

Innlent
Fréttamynd

„Hjartað í fyrir­tækinu er farið“

Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna.

Innlent
Fréttamynd

Fangi stunginn á Kvíabryggju

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar árás fanga á samfanga sinn á Kvíabryggju í dag. Fanginn sem særðist var fluttur á heilbrigðisstofnun þar sem hlúið var að sárum hans.

Innlent