Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Rose með forystu á Buick mótinu

Justin Rose frá Englandi er með fjögurra högga forystu á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Rose er tólf undir pari eftir 36 holur. Bandaríkjamennir Kevin Sutherland og Ben Curtis eru jafnir í öðru sæti. Rose lék á 63 höggum í gær en þessi 25 ára Englendingur hefur ekki unnið á mótaröðinni Bandarísku.

Sport
Fréttamynd

Woods landaði sigri á Nec mótinu

Besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, sigraði á NEC heimsmótinu í golfi í Akron í Ohio í gærkvöldi en leikið var á Firestone vellinum.

Sport
Fréttamynd

Woods og Perry efstir á NEC-mótinu

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Kenny Perry hafa forystu fyrir lokahringinn á NEC-mótinu í golfi í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á sjö höggum undir pari. Vegna rigningar var keppni stöðvuð í þrjár klukkustundir og síðan var henni frestað. Enn hafa því ekki allir kylfingarnir lokið þriðja hring.

Sport
Fréttamynd

Donald og Woods efstir í Akron

Englendingurinn Luke Donald og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hafa foryrstu þegar keppni er hálfnuð á NEC Invitational-mótinu í golfi í Akron í Ohio. Báðir eru á fjórum höggum undir pari. Woods tapaði tveimur höggum á síðustu holunni í gærkvöldi þegar hann skaut boltanum beint í tré.

Sport
Fréttamynd

Singh og Woods með forystu NEC

Tveir stigahæstur kylfingar heims, Tiger Woods og Vijay Singh, hafa forystu á NEC Invitationalmótinu í golfi í Akron í Ohio. Þeir léku á 66 höggum eða 4 undir pari. Það sama gerði sænski kylfingurinn Henrik Stenson. Stenson lék feykivel framan af og var á 6 höggum undir pari þegar 4 holur voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Langt frá sínu besta

Íslensku keppendurnir á Evrópumótinu í golfi voru langt frá sínu besta á fyrsta keppnisdegi en Íslandsmeistarinn Heiðar Davíð Bragason stóð sig best og lék á tveimur höggum yfir pari og er í 45 til 58. sæti, en mótið fer fram í Belgíu.

Sport
Fréttamynd

Mickelson PGA meistari

Phil Mickelson sigrði rétt í þessu á PGA Meistaramótinu í golfi á fjórum höggum undir pari. Mickelson fékk fugl á síðustu holunni og tryggði sér þar með sigurinn. Daninn Thomas Bjorn og Ástralinn Steve Elkington urðu jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Mickelson.

Sport
Fréttamynd

PGA meistaramótið hafið á ný

PGA meistaramótið í golfi sem frestað var vegna veðurs í gær er hafið á nýjan leik og bein útsending er frá mótinu á Sýn. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum er með forsytu  á samtals 4 höggum undir pari og er hann í síðasta hollinu ásamt Davis Love III á 14. holu. Steve Elkington frá Ástralíu og Daninn Thomas Björn koma næstir á 3 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

GR og GKj meistarar í sveitakeppni

Kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur og karlalið Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ urðu í gær Íslandsmeistarar í sveitakeppni í golfi. GR sigraði Golfklúbinn Keili í úrslitum með tveimur vinningum gegn einum en Kjalarmenn höfðu betur í baráttu við Golfklúbb Reykjavíkur í karlaflokki, sigruðu með þremur vinningum gegn tveimur.

Sport
Fréttamynd

Mickelson tapar höggi.

Phil Mickelson og Steve Elkington eru jafnir og efstir á PGA mótinu í golfi á þremur höggum undir pari. Elkington á eina holu eftir en Mickelson tvær, mótið er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Keppni hætt vegna veðurs

Keppni á PGA-Meistaramótinu í golfi var frestað um klukkan ellefu í kvöld vegna þrumuveðurs á Baltusrol-vellinum í New Jersey og hefur verið ákveðið að hefja leik aftur á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn mun vera með beina útsendigu á morgun og hefst útsending klukkan 14:00. Þegar leik var hætt var Phil Mickelson frá Bandaríkjunum með forsytu.

Sport
Fréttamynd

Michelsen og Love jafnir og efstir

Það stefnir í spennandi keppni á lokadegi PGA - stórmeistaramótsins í golfi sem fram fer í New Jersey. Phil Michelson og Davis Love III eru efstir og jafnir á sex höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Phi Mickelson efstur - Tiger slapp

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á  PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Woods byrjar illa á PGA

Tiger Woods, stigahæsti kylfingur heims, byrjaði ekki vel á PGA-meistaramótinu í golfi sem hófst á Baltusrol-vellinum í New Jersey í gærkvöld. Tiger lék fyrsta hringinn á fimm höggum yfir pari og er í 113. sæti, en 97 af hundrað stigahæstu kylfingum heims taka þátt í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur og Ottó Íslandsmeistar

Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleik Íslandsmótsins í holukeppni í dag og varði þar með titil sinn. Í karlaflokki sigraði Ottó Sigurðsson GKG Pétur Óskar Sigurðsson.

Sport
Fréttamynd

Holukeppnin hófst í morgun

Undanúrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna í holukeppni í golfi hófust á Hvaleyrarvelli í morgun. Í gær varð að fresta keppni vegna veðurs. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast Stefán Már Stefánsson og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR og þá eigast við Magnús Lárusson úr GKJ og Óttó Sigurðsson úr GKG.

Sport
Fréttamynd

Ólöfu Maríu gengu illa í dag

Ólöf María Jónsdóttir er í 34.-39. sæti á oOpna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Eftir 13 holur í dag er Ólöf María á sjö höggum yfir pari og því samtals á 16 höggum yfir pari. Annika Sörenstam hefur forystu, er á pari eftir 6 holur í dag og samtals á fjórum höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Ólöf lék á 20 yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 45.-49. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Ólöfu gekk afar illa í dag og lék samtals á á 20 höggum yfir pari og því samtals á 308 höggum. Hins sænska Annika Sörenstam sigraði mótið á 4 höggum undir pari og Natalie Gulbis frá Bandaríkjunum varð önnur á 3 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Beckman með forystu í Colorado

Bandaríkjamaðurinn Cameron Beckman hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Spilað er eftir Stableford-fyrirkomulagi og er Beckman með 23 punkta en jafnir einum punkti á eftir eru landar hans Billy Mayfair, Charles Howell og Brand Jobe. Spilaðar verða 36 holur í dag. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Holukeppni frestað vegna roks

Vegna hvassviðris var undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi frestað í morgun. Ávörðun verður tekin í hádeginu um framhaldið. Pétur Óskar Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson, báðir úr GR, og Magnús Lárusson, GKJ, og Ottó Sigurðsson, GKG, keppa í undanúrslitum í karlaflokki. Í kvennaflokki mætir Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Nínu Björku Geirsdóttur, GKJ, og Þórdís Geirsdóttir, Keili, keppir við Önnu Lísu Jóhannsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Ólöf meðal efstu kvenna í Svíþjóð

Ólöf María Jónsdóttir er í 9.-12. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Hún lék sjö fyrstu holurnar í morgun á einu yfir pari og er samtals á þremur yfir pari. Suzann Petterson Noregi og Gladys Nocera Frakklandi hafa forystu, eru á tveimur undir pari.

Sport
Fréttamynd

Mayfair með forystu í Colorado

Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Keppt er eftir Stableford-fyrirkomulaginu en þetta er eina mótið í PGA-röðinni sem það er gert. Billy Maifair er með 15 punkta og annar er Brand Jobe með 13 punkta. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Móti enn frestað vegna rigningar

Fresta varð keppni í gær á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado vegna ausandi rigningar. Enn eina ferðina gripu veðurguðirnir í taumana en þetta er tuttugasta árið í röð sem ekki er hægt að hefja keppni á þessu móti á réttum tíma.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á einu undir

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lék vel á fyrsta degi Evrópumótsins á Barsebake-vellinum við Malmö í dag en hún var á einu höggi undir pari á 71 höggi. Annika Sörenstam, sem er gestgjafi mótsins, var tveimur höggum undir pari eftir 15 holur.

Sport
Fréttamynd

88 ára á 88 höggum

88 ára gamall Íslendingur, Stefán Þorleifsson, náði þeim ótrúlega árangri um síðustu helgi að leika 18 holu golfhring á jafnmörgum höggum og árin hans, eða 88 höggum. Afar fáheyrt er að maður á þessum aldri leiki golf svo vel eins og Stefán sem afrekaði þetta á golfmóti Golfklúbbs Norðfirðinga.

Sport
Fréttamynd

Unglingar valdir í golflandsliðið

Staffan Johansson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi hefur valið fjóra kylfinga til að keppa á Evrópumóti karla sem fram fer í Belgíu dagana 17. - 20. ágúst n.k.  Keppt verður á Antwerpen "Rinkven" golfvellinum.  Íslensku keppendurnir eru Heiðar Davíð Bragason GKJ, Kristján Þór Einarsson GKJ, Magnús Lárusson GKJ og Ólafur B. Loftsson NK.

Sport
Fréttamynd

Magnús Lárusson sigraði á Nesinu

<div class="Text194214">Magnús Lárusson kylfingur úr Golfklúbbnum Kili hrósaði sigri í Einvíginu á Seltjarnarnesi annað árið í röð í gær. Hann bar sigurorð af Sigurpáli Geir Sveinssyni á lokaholunni  Einvígið á Nesinu var haldið í 9.sinn í gær en það er góðgerðarmót og rann ágóðinn, 250.000 krónur, til styrktar Barnaspítala Hringsins.</div>

Sport
Fréttamynd

Els frá í 4 mánuði

Suður-afríski kylfingurinn, Ernie Els, verður frá keppni í allt að 4-5 mánuði en hann slasaðist illa á hné fyrir hálfum mánuði þegar hann var í siglingu með fjölskyldu sinni. Hann missir því af síðasta stórmóti ársins, USPGA-meistaramótinu sem og keppninni um Forsetabikarinn og í heimsmótinu í holukeppni.

Sport
Fréttamynd

Magnús Lárusson vann Einvígið

Magnús Lárusson úr golfklúbbnum Kili sigraði í Einvíginu á Nesvelli annað árið í röð í gær þar sem tíu bestu kylfingar landssins öttu kappi í árlegu góðgerðarmóti. Magnús vann félaga sinn Sigurpál Geir Sveinsson úr Kili á síðustu holu. Íslandsmeistarinn , Heiðar Davíð Bragason , sem einnig er úr Kili féll úr leik á holunni á undan. 250.000 krónur runnu að þessu sinni til Barnaspítala Hringsins.

Sport
Fréttamynd

Vijay Singh vann Buick mótið

Vijay Singh sigraði á opna Buick mótinu sem var haldið í Michigan sem var sýndur  á Sýn. Vijay fór hringinn í gær á 70 höggum og endaði á samtals 24 undir pari. Tiger Woods og Zach Johnson urðu jafnir í öðru sæti 4 höggum á eftir.

Sport