Norðurlandamót í golfi í Osló Norðurlandamótið í golfi hófst í morgun í Osló í Noregi. Íslendingar tefla fram 16 kylfingum í fjórum flokkum, pilta- og stúlknaliði og karla- og kvennalið. Hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is. Sport 16. september 2005 00:01
Birgir í 19.-31. sæti í Rotterdam Birgir Leifur Hafþórsson er í 19. til 31 sæti á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék fyrsta hring sinn í gær á 71 höggi, einu undir pari. Birgir Leifur hóf annan hring sinn rétt í þessu. Sport 16. september 2005 00:01
Fréttir af íslenskum kylfingum Íslenskir golfarar stóðu í ströngu um víðan völl í dag. Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hring á Rotterdam mótinu í golfi á pari í dag og kemst að öllum líkindum áfram á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir hefur leikið níu holur á KLM-mótinu í Hollandi og er á fjórum höggum yfir pari. Sport 16. september 2005 00:01
Átta eftir í Wentworth Nú stendur yfir heimsmótið í holukeppni á Wentworth-vellinum á Englandi. Átta kylfingar eru eftir en mótið hófst í gær. Retief Goosen frá S-Afríku er níu holum yfir gegn Ástralanum Mark Hensby eftir 18 holur en kylfingarnir leika 36 holur ef með þarf. Sport 16. september 2005 00:01
Birgir Leifur á tveimur undir Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hóf í dag keppni á áskorendamóti í Rotterdam í Hollandi. Birgir Leifur var tveimur höggum undir pari eftir níu holur. Sport 15. september 2005 00:01
Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Sport 15. september 2005 00:01
Bandaríkin sigruðu í Solheim-bikar Kvennalið Bandaríkjanna í golfi endurheimti Solheim-bikarinn af Evrópuúrvalinu í gærkvöld. Jafnt var fyrir lokadaginn, 8-8, en bandarísku stúlkurnar voru sterkari og unnu með 15 og hálfum vinningi gegn 12 og hálfum. Þetta var sjötti sigur Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum en liðið hefur aldrei tapað á heimavelli. Sport 12. september 2005 00:01
Calcavecchia sigraði í Kanada Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia vann fyrsta sigur sinn í fjögur ár í bandarísku mótaröðinni í golfi þegar hann hrósaði sigri á Opna kanadíska mótinu sem lauk í gærkvöldi. Calcavecchia lék samtals á 275 höggum, fimm undir pari, en landar hans, Ben Crane og Ryan Moore, voru jafnir í öðru sæti aðeins einu höggi á eftir. Sport 12. september 2005 00:01
Jafnt í Solheim-bikarkeppninni Staðan í Solheim-bikarkeppni kvenna í golfi er jöfn fyrir síðasta daginn. Úrvalslið Bandaríkjanna jafnaði metin gegn Evrópuúrvalinu í gærkvöldi. Bæði lið eru því með átta vinninga. Sport 11. september 2005 00:01
Lokahóf golfara í gær Íslenskir kylfingar fögnuðu uppskeru ársins 2005 á lokahófi á Broadway í gærkvöldi. Heiðar Davíð Bragason Kili og Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hlutu flest stig í Toyota-mótaröð ársins. Sport 11. september 2005 00:01
Calcavecchia með 5 högga forystu Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia hefur 5 högga forystu þegar keppni á Opna kanadíska mótinu í golfi er hálfnuð. Calcaveccia erá 8 höggum undir pari en annar er Bandaríkjamaðurinn Lukas Glover á 3 undir pari. Sport 10. september 2005 00:01
Ragnhildur bætti vallarmetið Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, bætti í gær vallarmetið á Hvaleyrarvelli þegar hún lék á 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Ragnhildur bætti árangur Þórdísar Geirsdóttur um tvö högg. Sport 9. september 2005 00:01
Birgir Leifur á fjórum yfir Birgir Leifur Hafþórsson lék á fjórum yfir pari í gær á áskorendamóti í Svíþjóð og var þá í 128.-135. sæti af 144 kylfingum. Svíinn Christian Nilsson hefur örugga forystu, er á 12 höggum undir pari. Sport 9. september 2005 00:01
Calcavecchia og Glove leiða Bandaríkjamennirnir Mark Calcavecchia og Lukas Glove hafa forystu á Opna kandadíska mótinu í golfi. Þeir léku í gær á 68 höggum eða fimm undir pari. Sænski Sport 9. september 2005 00:01
Ólafur fór vel af stað á lokahring Ólafur Már Sigurðsson úr GR fór vel að stað í morgun á lokahringnum á Holledau-mótinu á þýsku EPD-mótaröðinni. Að loknum fjórum holum var á Ólafur á tveimur höggum undir pari og er sem stendur í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Sport 7. september 2005 00:01
Ollie sigraði á Deutsche Bank Hinn 46 ára gamli Bandaríkjamaður Olin Browne fer upp um 138 sæti á stigalista kylfinga eftir sigur á Deutsche Bank mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Sport 6. september 2005 00:01
Stigameistarar Toyota Heiðar Davíð Bragason GKJ og Ragnhildur Sigurðardóttir GR eru stigameistarar Toyota mótaraðarinnar í golfi en sjötta og síðasta stigamót sumarsins lauk í gær á Korpúlfstaðavelli. Sport 5. september 2005 00:01
Garcia Evrópumeistari Spánverjinn Sergio Garcia vann sigur á Evrópska meistaramótinu í golfi sem lauk í Sviss í gær. Sigur Spánverjans var naumur en hann lauk leik samtals á fjórtán höggum undir pari. Sport 5. september 2005 00:01
Spennan eykst á Deutshe Bank Gífurleg spenna er um sigurinn á Deutshe Bank mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi. Fimm kylfingar eru efstir og jafnir á tíu höggum undir pari samtals eftir 54 holur. John Rollins, Jason Bohn,Billy Andrade, Olin Browne frá Bandaríkjunum og Carl Petterson frá Svíþjóð. Sport 5. september 2005 00:01
Tiger gekk illa á öðrum degi Tiger Woods fór illa að ráði sínu á öðrum keppnisdegi á Deutsche Bank mótinu í Boston, en hann lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari, en Tiger sem lék á 73 höggum var í efsta sæti á mótinu að loknum fyrsta keppnisdegi. Hann er fjórum höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Jeff Brehaut og Olin Brown eru efstir á níu höggum undir pari. Sport 4. september 2005 00:01
Ólöf María á þremur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir er í 38.-43.sæti fyrir lokahringinn á Nykredit-mótinu í golfi í Danmörku, en hún var á parinu í gær og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir þrjá hringi. Sport 4. september 2005 00:01
Tinna efst fyrir lokahring Tinna Jóhanssdóttir úr Keili var í efsta sæti að loknum fyrsta hring á lokamóti Toyota-mótaraðarinnar sem lýkur í dag en Ragnhildur Sigurðarsdóttir úr GR hafði þegar tryggt sér titilinn og sigur í stigakeppninni. Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari úr GKJ, er í efsta sæti í karlaflokki ásamt Hlyni Geir Hjartarsyni frá Selfossi, en Heiðar Davíð og Sigurpáll Geir Sveinsson berjast um sigurinn í karlaflokki á mótaröðinni. Sport 4. september 2005 00:01
Tiger efstur í Boston Tiger Woods hefur forytsu að loknum fyrsta keppnisdegi á Deutshe Bank meistaramótinu í golfi sem fram fer í Boston. Hann lék fyrsta hringinn á 65 höggum og er á sex höggum undir pari. Tiger hefur eins höggs forystu á Carlos Franco, Briny Baird, Steve Lowery og Billy Andrade. Vijay Singh, sem vann mótið í fyrra, hætti við þátttöku vegna bakmeiðsla. Sport 3. september 2005 00:01
Barist á Korpúlfsstaðavelli Lokamótið á Toyota-mótaröðinni í golfi hófst í morgun við Korpúlfsstaði. Þar eru flestir bestu kylfingar landssins mættir til leiks. Heiðar Davíð Bragsson og Sigurpáll Geir Sveinsson, báðir úr GKJ, berjast um stigameistaratitilinn í karlaflokki en Ragnhildur Sigurðardóttir GR hefur þegar tryggt sér titilinn í kvennaflokki. Leiknar verða 36 holur, 18 í dag og 18 á morgun, sunnudag. Sport 3. september 2005 00:01
Ólöf slapp í gegnum niðurskurðinn Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, keppir nú á næst síðasta mótinu í Evrópumótaröð kvenna en það fer fram á Kokkedal-vellinum í Danmörku. Hún lék á 70 höggum í dag og er samtals á þremur höggum yfir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Hún er í 40.-49. sæti eftir keppni dagsins en alls komust 65 kylfingar í gegnum niðurskurðinn. Sport 2. september 2005 00:01
Ólöfu gengur illa í Danmörku Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á alþjóðlega golfmótinu sem fram fer í Kokkedal í Danmörku. Ólöf lék á 5 höggum yfir pari og er sem stendur í 71-96 sæti. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Lora Fairclough frá Englandi hefur forystu eftir fyrsta hringinn á 7 höggum undir pari. Sport 1. september 2005 00:01
Rose enn með forystu Englendingurinn Justin Rose er enn með forystuna á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Forysta Rose er aðeins eitt högg en var fjögur eftir tvo hringi. Bandararíkjamaðurinn Ben Curtis er í öðru sæti ellefu undir pari en mótinu lýkur í kvöld. Sport 28. ágúst 2005 00:01
Rose með forystu á Buick mótinu Justin Rose frá Englandi er með fjögurra högga forystu á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Rose er tólf undir pari eftir 36 holur. Bandaríkjamennir Kevin Sutherland og Ben Curtis eru jafnir í öðru sæti. Rose lék á 63 höggum í gær en þessi 25 ára Englendingur hefur ekki unnið á mótaröðinni Bandarísku. Sport 27. ágúst 2005 00:01
Donald og Rumford efstir Englendingurinn Luke Donald og Ástralinn Brett Rumford voru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 36 holur á sterku móti í Munchen í Þýskalandi í Evrópumótaröð kylfinga. Svíinn Niclas Fasth er sem stendur með forystuna á 13 undir eftir að hafa leikið á 64 höggum í dag. Sport 27. ágúst 2005 00:01
Ólöf náði sér ekki á strik í gær Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki nægilega vel á strik á fyrstu tveimur hringjunum á Opna finnska meistaramótinu í Helsinki um helgina, en hún lék á ellefu höggum yfir pari vallarins. Sport 27. ágúst 2005 00:01