Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Barist á Korpúlfsstaðavelli

Lokamótið á Toyota-mótaröðinni í golfi hófst í morgun við Korpúlfsstaði. Þar eru flestir bestu kylfingar landssins mættir til leiks. Heiðar Davíð Bragsson og Sigurpáll Geir Sveinsson, báðir úr GKJ, berjast um stigameistaratitilinn í karlaflokki en Ragnhildur Sigurðardóttir GR hefur þegar tryggt sér titilinn í kvennaflokki. Leiknar verða 36 holur, 18 í dag og 18 á morgun, sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Ólöf slapp í gegnum niðurskurðinn

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, keppir nú á næst síðasta mótinu í Evrópumótaröð kvenna en það fer fram á Kokkedal-vellinum í Danmörku. Hún lék á 70 höggum í dag og er samtals á þremur höggum yfir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Hún er í 40.-49. sæti eftir keppni dagsins en alls komust 65 kylfingar í gegnum niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Ólöfu gengur illa í Danmörku

Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á alþjóðlega golfmótinu sem fram fer í Kokkedal í Danmörku. Ólöf lék á 5 höggum yfir pari og er sem stendur í 71-96 sæti. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Lora Fairclough frá Englandi hefur forystu eftir fyrsta hringinn á 7 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Rose enn með forystu

Englendingurinn Justin Rose er enn með forystuna á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Forysta Rose er aðeins eitt högg en var fjögur eftir tvo hringi. Bandararíkjamaðurinn Ben Curtis er í öðru sæti ellefu undir pari en mótinu lýkur í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í 92-95 sæti

Ólöf María Jónsdóttir er sem stendur í 92 til 95 sæti á finnska meistaramótinu í golfi í kvennamótaröð Evrópu. Hún lauk öðrum hring sínum rétt áðan á sex yfir pari á 77 höggum en fresta varð leik í gær vegna veðurs.

Sport
Fréttamynd

Rose með forystu á Buick mótinu

Justin Rose frá Englandi er með fjögurra högga forystu á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Rose er tólf undir pari eftir 36 holur. Bandaríkjamennir Kevin Sutherland og Ben Curtis eru jafnir í öðru sæti. Rose lék á 63 höggum í gær en þessi 25 ára Englendingur hefur ekki unnið á mótaröðinni Bandarísku.

Sport
Fréttamynd

Ólöf náði sér ekki á strik í gær

Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki nægilega vel á strik á fyrstu tveimur hringjunum á Opna finnska meistaramótinu í Helsinki um helgina, en hún lék á ellefu höggum yfir pari vallarins.

Sport
Fréttamynd

Donald og Rumford efstir

Englendingurinn Luke Donald og Ástralinn Brett Rumford voru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 36 holur á sterku móti í Munchen í Þýskalandi í Evrópumótaröð kylfinga. Svíinn Niclas Fasth er sem stendur með forystuna á 13 undir eftir að hafa leikið á 64 höggum í dag.

Sport
Fréttamynd

Woods landaði sigri á Nec mótinu

Besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, sigraði á NEC heimsmótinu í golfi í Akron í Ohio í gærkvöldi en leikið var á Firestone vellinum.

Sport
Fréttamynd

Woods og Perry efstir á NEC-mótinu

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Kenny Perry hafa forystu fyrir lokahringinn á NEC-mótinu í golfi í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á sjö höggum undir pari. Vegna rigningar var keppni stöðvuð í þrjár klukkustundir og síðan var henni frestað. Enn hafa því ekki allir kylfingarnir lokið þriðja hring.

Sport
Fréttamynd

Donald og Woods efstir í Akron

Englendingurinn Luke Donald og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hafa foryrstu þegar keppni er hálfnuð á NEC Invitational-mótinu í golfi í Akron í Ohio. Báðir eru á fjórum höggum undir pari. Woods tapaði tveimur höggum á síðustu holunni í gærkvöldi þegar hann skaut boltanum beint í tré.

Sport
Fréttamynd

Singh og Woods með forystu NEC

Tveir stigahæstur kylfingar heims, Tiger Woods og Vijay Singh, hafa forystu á NEC Invitationalmótinu í golfi í Akron í Ohio. Þeir léku á 66 höggum eða 4 undir pari. Það sama gerði sænski kylfingurinn Henrik Stenson. Stenson lék feykivel framan af og var á 6 höggum undir pari þegar 4 holur voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Langt frá sínu besta

Íslensku keppendurnir á Evrópumótinu í golfi voru langt frá sínu besta á fyrsta keppnisdegi en Íslandsmeistarinn Heiðar Davíð Bragason stóð sig best og lék á tveimur höggum yfir pari og er í 45 til 58. sæti, en mótið fer fram í Belgíu.

Sport
Fréttamynd

GR og GKj meistarar í sveitakeppni

Kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur og karlalið Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ urðu í gær Íslandsmeistarar í sveitakeppni í golfi. GR sigraði Golfklúbinn Keili í úrslitum með tveimur vinningum gegn einum en Kjalarmenn höfðu betur í baráttu við Golfklúbb Reykjavíkur í karlaflokki, sigruðu með þremur vinningum gegn tveimur.

Sport
Fréttamynd

Mickelson tapar höggi.

Phil Mickelson og Steve Elkington eru jafnir og efstir á PGA mótinu í golfi á þremur höggum undir pari. Elkington á eina holu eftir en Mickelson tvær, mótið er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Mickelson PGA meistari

Phil Mickelson sigrði rétt í þessu á PGA Meistaramótinu í golfi á fjórum höggum undir pari. Mickelson fékk fugl á síðustu holunni og tryggði sér þar með sigurinn. Daninn Thomas Bjorn og Ástralinn Steve Elkington urðu jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Mickelson.

Sport
Fréttamynd

PGA meistaramótið hafið á ný

PGA meistaramótið í golfi sem frestað var vegna veðurs í gær er hafið á nýjan leik og bein útsending er frá mótinu á Sýn. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum er með forsytu  á samtals 4 höggum undir pari og er hann í síðasta hollinu ásamt Davis Love III á 14. holu. Steve Elkington frá Ástralíu og Daninn Thomas Björn koma næstir á 3 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Michelsen og Love jafnir og efstir

Það stefnir í spennandi keppni á lokadegi PGA - stórmeistaramótsins í golfi sem fram fer í New Jersey. Phil Michelson og Davis Love III eru efstir og jafnir á sex höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Keppni hætt vegna veðurs

Keppni á PGA-Meistaramótinu í golfi var frestað um klukkan ellefu í kvöld vegna þrumuveðurs á Baltusrol-vellinum í New Jersey og hefur verið ákveðið að hefja leik aftur á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn mun vera með beina útsendigu á morgun og hefst útsending klukkan 14:00. Þegar leik var hætt var Phil Mickelson frá Bandaríkjunum með forsytu.

Sport
Fréttamynd

Phi Mickelson efstur - Tiger slapp

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á  PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Woods byrjar illa á PGA

Tiger Woods, stigahæsti kylfingur heims, byrjaði ekki vel á PGA-meistaramótinu í golfi sem hófst á Baltusrol-vellinum í New Jersey í gærkvöld. Tiger lék fyrsta hringinn á fimm höggum yfir pari og er í 113. sæti, en 97 af hundrað stigahæstu kylfingum heims taka þátt í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Holukeppnin hófst í morgun

Undanúrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna í holukeppni í golfi hófust á Hvaleyrarvelli í morgun. Í gær varð að fresta keppni vegna veðurs. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast Stefán Már Stefánsson og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR og þá eigast við Magnús Lárusson úr GKJ og Óttó Sigurðsson úr GKG.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur og Ottó Íslandsmeistar

Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleik Íslandsmótsins í holukeppni í dag og varði þar með titil sinn. Í karlaflokki sigraði Ottó Sigurðsson GKG Pétur Óskar Sigurðsson.

Sport
Fréttamynd

Holukeppni frestað vegna roks

Vegna hvassviðris var undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi frestað í morgun. Ávörðun verður tekin í hádeginu um framhaldið. Pétur Óskar Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson, báðir úr GR, og Magnús Lárusson, GKJ, og Ottó Sigurðsson, GKG, keppa í undanúrslitum í karlaflokki. Í kvennaflokki mætir Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Nínu Björku Geirsdóttur, GKJ, og Þórdís Geirsdóttir, Keili, keppir við Önnu Lísu Jóhannsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Ólöfu Maríu gengu illa í dag

Ólöf María Jónsdóttir er í 34.-39. sæti á oOpna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Eftir 13 holur í dag er Ólöf María á sjö höggum yfir pari og því samtals á 16 höggum yfir pari. Annika Sörenstam hefur forystu, er á pari eftir 6 holur í dag og samtals á fjórum höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Ólöf lék á 20 yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 45.-49. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Ólöfu gekk afar illa í dag og lék samtals á á 20 höggum yfir pari og því samtals á 308 höggum. Hins sænska Annika Sörenstam sigraði mótið á 4 höggum undir pari og Natalie Gulbis frá Bandaríkjunum varð önnur á 3 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Beckman með forystu í Colorado

Bandaríkjamaðurinn Cameron Beckman hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Spilað er eftir Stableford-fyrirkomulagi og er Beckman með 23 punkta en jafnir einum punkti á eftir eru landar hans Billy Mayfair, Charles Howell og Brand Jobe. Spilaðar verða 36 holur í dag. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Mayfair með forystu í Colorado

Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Keppt er eftir Stableford-fyrirkomulaginu en þetta er eina mótið í PGA-röðinni sem það er gert. Billy Maifair er með 15 punkta og annar er Brand Jobe með 13 punkta. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ólöf meðal efstu kvenna í Svíþjóð

Ólöf María Jónsdóttir er í 9.-12. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Hún lék sjö fyrstu holurnar í morgun á einu yfir pari og er samtals á þremur yfir pari. Suzann Petterson Noregi og Gladys Nocera Frakklandi hafa forystu, eru á tveimur undir pari.

Sport
Fréttamynd

Móti enn frestað vegna rigningar

Fresta varð keppni í gær á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado vegna ausandi rigningar. Enn eina ferðina gripu veðurguðirnir í taumana en þetta er tuttugasta árið í röð sem ekki er hægt að hefja keppni á þessu móti á réttum tíma.

Sport