Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Telur sig hafa orðið vitni að að­draganda drápsins

Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrir­tæki

Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er engin á­stæða til að gefast upp“

Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. 

Innlent
Fréttamynd

Keyptu ó­nýtt hús og fá ekki á­heyrn

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Menn á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri grunaðir um stór­fellt fíkniefnabrot

Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort berja megi blaða­menn í ljósi sýknudómsins

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir sýknudóm í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar gegn Páli Vilhjálmssyni áfellisdóm yfir dómskerfinu og að dómurinn grafi undan fjölmiðlafrelsi. Brýnt sé að Hæstiréttur taki málið fyrir. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun sak­sóknara sendi undar­leg skila­boð

Talskona Stígamóta segir það furðuleg skilaboð að ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um að ákæra ekki menn sem höfðu samræði við fatlaða konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar. Mál sem þetta grafi undan trausti til réttarkerfisins. 

Innlent
Fréttamynd

Sak­felldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni

Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að láta sér átta ára dóm lynda

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn á­frýjar ekki þyngsta mögu­lega dómi

Hvorki ákæruvaldið né sakborningur menningarnæturmálsins svokallaða áfrýjuðu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Í héraði var sakborningurinn, sautján ára piltur, dæmdur í átta ára fangelsi, en það er hæsta refsing sem hann gat mögulega fengið.

Innlent
Fréttamynd

Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslu­stöðvarinnar vísað frá

Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar.

Innlent
Fréttamynd

Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“

Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt.

Innlent
Fréttamynd

Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það.

Innlent
Fréttamynd

Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub

Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs Polkowski. Bandalagið mun greiða málskostnaðartrygginguna fyrir Jakub, sem hljóðar upp rúma milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt

Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins.

Innlent
Fréttamynd

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón

Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu.

Viðskipti innlent