Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. Innlent 9.5.2025 11:36
Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Kristinsson í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fangelsisvist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður. Innlent 8.5.2025 22:14
Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. Innlent 8.5.2025 21:23
Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Skoðun 7. maí 2025 06:00
Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Mannréttindadómstóll Evrópu hefur til skoðunar að taka einn anga Vatnsendamálsins fyrir. Dómstóllinn beinir heldur hvössum spurningum til íslenska ríkisins hvað varðar málsmeðferð málsins í Hæstarétti. Innlent 2. maí 2025 13:46
Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við aldur drengsins. Innlent 30. apríl 2025 22:26
Mun sjá eftir árásinni alla ævi Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans. Innlent 30. apríl 2025 19:02
Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Innlent 30. apríl 2025 15:11
Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. Erlent 30. apríl 2025 11:24
Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Landsréttur hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli sem Samskip höfðaði gegn Eimskip og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips í apríl 2024. Viðskipti innlent 30. apríl 2025 06:12
„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Innlent 29. apríl 2025 21:35
Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi. Innlent 29. apríl 2025 21:33
Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Innlent 29. apríl 2025 11:09
Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna. Viðskipti innlent 28. apríl 2025 16:09
Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28. apríl 2025 09:33
Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. Innlent 26. apríl 2025 16:34
Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Við vorum hneykslast á því að erlendar stúlkur reyndu að bera hingað inn í landið stórhættulegar 20.000 töflur, og ef þær töflur hefðu komist inn á fíkniefnamarkaðinn hefði það sett undirheimana hér á landi á hvolf. Kannski hafa aðrar 20.000 töflur komist inn í landið annars staðar frá? Hvað veit maður? Því lögregla og tollur ná bara brotabroti af því sem er flutt inn til landsins af ólöglegum fíkniefnum hingað til lands. Skoðun 25. apríl 2025 15:00
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum. Honum var gefið að sök að hafa kysst sextán ára stúlku á kinnina, strokið rass hennar og þrýst henni upp að sér gegn vilja hennar í veislu á veitingastað í Garðabæ. Innlent 24. apríl 2025 19:10
Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt David Gabríel S. Glascorsson, karlmann á þrítugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann var ákærður fyrir að stinga annan mann með hnífi á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustanna í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021. Innlent 24. apríl 2025 15:00
Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Innlent 24. apríl 2025 08:02
Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Landsnet og Sveitarfélagið Voga af öllum kröfum landeigenda í Vogum, sem kröfðust þess að framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 yrði ógilt. Innlent 23. apríl 2025 13:21
Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. Innlent 23. apríl 2025 07:35
Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Fjarðabyggð hefur verið dæmd til að kaupa hús á Reyðarfirði á 139 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 72,25 milljónir króna, rétt rúmlega helmingur kaupverðsins. Viðskipti innlent 22. apríl 2025 16:22
Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Meint brot mannsins beindust samkvæmt ákæru bæði að barnsmóður hans og börnum þeirra. Hann er meðal annars ákærður fyrir að læsa konuna úti í snjóbyl og meina henni að hitta barn þeirra sem lá á sjúkrahúsi nema hún myndi sárbæna hann og biðja afsökunar. Innlent 19. apríl 2025 15:12