Hlaða splundraðist og súrheysturn skemmdist

Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist í fárviðrinu í gær og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir þrjá landshluta og auknar líkur eru á sjávarflóðum um sunnan- og austanvert landið. Lögregla hefur beint ferðamönnum frá vinsælum áfangastöðum í dag vegna hvassviðris og fjölmargir ökumenn hafa lent í vandræðum undir Eyjafjöllum í verstu hviðunum.

3740
02:14

Vinsælt í flokknum Fréttir