Lífið

Stjörnulífið: Fá­klædd í fimbul­kulda

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var nóg að gera hjá stjörnum landsins í liðinni viku.
Það var nóg að gera hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Instagram

Síðasta vika janúarmánaðar er gengin í garð og stjörnur landsins halda áfram að njóta lífsins til hins ítrasta, hvort sem það er á seiðandi suðrænum slóðum, í skíðaferðum á Norðurlandi eða í krúttlegum hversdagsleika. Bóndar landsins fengu sætar kveðjur á samfélagsmiðlum á föstudag og Gugga í gúmmíbát heiðraði aðdáendur eftir nokkurra vikna fjarveru frá myndbirtingum. 

Ef Instagram-færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Með bóndann í Tælandi

Samfélagsmiðlastjarnan Brynja Bjarnadóttir fagnaði bóndanum sínum Arnari Gauta TikTok goðsögn og athafnamanni með sætum paramyndum frá Koh Samui eyjunni í Tælandi. Eyjan er sérstaklega fræg fyrir White Lotus seríu fjögur. 

Gugga gúmmí tók yfir Instagram

Gugga í gúmmíbát tók tveggja vikna pásu frá sjálfum á Instagram en mætti sterk til leiks um helgina og lét fimbulkuldann í janúar ekki stoppa sig í að rokka mjög fleginn og smart bol. 

Árið er 2016

Sunneva Einars tók góða nostalgíustund á Instagram og skellti sér tíu ár aftur í tímann. Kylie Jenner förðunarvörur og fyrsta árið hennar sem áhrifavaldur einkenndu 2016 hjá skvísunni.

Sólbrúnn í sólinni

Eyþór Wöhler fótboltakappi og tónlistarmaður sendir góðar kveðjur frá Tælandi! 

Bak við tjöldin hjá Birtu Abiba

Fyrirsætan Birta Abiba birti syrpu bak við tjöldin á langri myndatöku. 

Tíu lönd á tveimur árum

Ofurparið, ævintýrafólkið og hlaupararnir Rakel María og Gummi fögnuðu tveggja ára sambandsafmæli með miklum stæl í Namibíu. 

Stórglæsileg Júnía Lín

Júnía Lín listrænn stjórnandi Laufeyjar fór í alvöru pæjumyndatöku til Sögu Sig ljósmyndara. Júnía komst í milljónaklúbbinn á Instagram á dögunum og vinsældir hennar fara stöðugt aukandi.

Dansdrottning

Dansarinn og gleðisprengjan Sóley Þórunnardóttir fór í gellumyndatöku hjá Garðari Ólafs.

Gummi Kíró hrifinn af leðrinu

Rúskinn og leður verður heitt hjá Gumma Kíró í ár. 

Upp með sólgleraugun

Áhrifavaldurinn Nadía Sif skvísaði sig upp. 

Afmælishelgi á Akureyri

Markaðsstjórinn og áhrifavaldurinn Gyða Dröfn fagnaði afmæli sínu í brekkunni í Hlíðarfjalli. 

Blautur bröns

Húsmóðirin og tískudrottningin Móeiður Lárusdóttir fór í mob-wife bröns með öðrum mega pæjum og rokkaði síðan svakalega skvísulegan pels. 

36 ára Sara

Sara í Júník fagnaði 36 ára afmæli sínu en sleppti því þó að skrifa þrjátíu-og sexý við afmælismyndina. 

Salka í sveitadraumi

Salka Sól tók sig einstaklega vel út í prjónapeysu eftir hana sjálfa á Siglufirði í blíðunni.

Sæt á svínaströnd

Athafnakonan, tískuskvísan og ofurkrúttið Sofia Elsie Nielsen er í Bahamas með unnusta sínum Sindra Má og þau skelltu sér á einstöku ströndina Pig Beach þar sem svínin njóta sín í sólinni. 

Sofia og Sindri eru mikið ævintýrafólk en hún ræddi við Vísi um ævintýri þeirra í Suður-Kóreu í fyrra.

Rómó á Tene

Ofurparið Valdís Harpa læknanemi og Pétur Kiernan eigandi Metta Sport hafa það rosalega næs í rómó ferð á Tenerife, eyjunni sólríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.