Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2026 16:11 Alfreð Gíslason kemur skilaboðum til Juri Knorr í leiknum við Portúgal í dag. Getty/Sina Schuldt Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu eru áfram með fullt hús stiga í hinum ógnarsterka milliriðli I á EM í handbolta, eftir sigur gegn Portúgölum í háspennuleik í dag, 32-30. Þjóðverjar höfðu áður unnið Spán en Portúgalar eru með tvö stig eftir sigurinn magnaða gegn Dönum. Staða Þjóðverja er því afar álitleg en liðið á eftir algjöra rosaleiki við Noreg, Danmörku og Frakkland. Portúgalar byrjuðu leikinn ívið betur og komust í 8-6 en þá skelltu Andreas Wolff og þýska vörnin í lás í heilar tíu mínútur. Schluroff raðaði inn mörkum Það var ekki fyrr en að Antonio Areia sveif inn úr horninu og minnkaði muninn í 10-9, þremur mínútum fyrir hálfleik, sem Portúgal náði að rjúfa múrinn og rétt fyrir hálfleik náði Salvador Salvador að jafna metin í 11-11, með skoti af miðju í autt mark Þjóðverja. Alfreð setti Miro Schluroff inná í upphafi seinni hálfleiks og hann þakkaði fyrir sig með fjórum mörkum á tíu mínútum en staðan hélst áfram jöfn og spennan mikil. Schluroff átti stórleik í sókn Þýskalands og náði með ótrúlegum hætti að koma liðinu í 25-23, þegar leiktöf blasti við og sendingar liðsins voru búnar, með sínu sjötta marki þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispenna og ósáttir Portúgalar Þá tóku hins vegar við tvær brottvísanir hjá Þjóðverjum og fyrirliðinn Johannes Golla fékk beint rautt spjald fyrir högg í andlit. Costa-bræðurnir Francisco og Martim fóru auk þess að vanda mikinn fyrir Portúgala en Þjóðverjum tókst að halda afar naumu forskoti. Francisco minnkaði muninn í 29-28 með sínu tíunda marki þegar tvær mínútur voru eftir. Lokakaflinn var áfram æsispennandi en Lukas Mertens krækti í vítakast þegar 38 sekúndur voru eftir og Lukas Zerbe skoraði úr því. Portúgal náði að minnka muninn þegar um tíu sekúndur voru eftir og voru svo brjálaðir yfir hve lengi Þjóðverjar voru að taka miðjuna, áður en þeir náðu svo að skora lokamark leiksins. Klukkan 17 í dag mætast Spánn og Noregur en í kvöld klukkan 19.30 er svo stórleikur ríkjandi heims- og Evrópumeistaranna, Danmerkur og Frakklands. Næsti leikur Þjóðverja er við Norðmenn á laugardagskvöld klukkan 19:30 en Portúgal mætir Frakklandi á laugardaginn klukkan 14:30. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Þjóðverjar höfðu áður unnið Spán en Portúgalar eru með tvö stig eftir sigurinn magnaða gegn Dönum. Staða Þjóðverja er því afar álitleg en liðið á eftir algjöra rosaleiki við Noreg, Danmörku og Frakkland. Portúgalar byrjuðu leikinn ívið betur og komust í 8-6 en þá skelltu Andreas Wolff og þýska vörnin í lás í heilar tíu mínútur. Schluroff raðaði inn mörkum Það var ekki fyrr en að Antonio Areia sveif inn úr horninu og minnkaði muninn í 10-9, þremur mínútum fyrir hálfleik, sem Portúgal náði að rjúfa múrinn og rétt fyrir hálfleik náði Salvador Salvador að jafna metin í 11-11, með skoti af miðju í autt mark Þjóðverja. Alfreð setti Miro Schluroff inná í upphafi seinni hálfleiks og hann þakkaði fyrir sig með fjórum mörkum á tíu mínútum en staðan hélst áfram jöfn og spennan mikil. Schluroff átti stórleik í sókn Þýskalands og náði með ótrúlegum hætti að koma liðinu í 25-23, þegar leiktöf blasti við og sendingar liðsins voru búnar, með sínu sjötta marki þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispenna og ósáttir Portúgalar Þá tóku hins vegar við tvær brottvísanir hjá Þjóðverjum og fyrirliðinn Johannes Golla fékk beint rautt spjald fyrir högg í andlit. Costa-bræðurnir Francisco og Martim fóru auk þess að vanda mikinn fyrir Portúgala en Þjóðverjum tókst að halda afar naumu forskoti. Francisco minnkaði muninn í 29-28 með sínu tíunda marki þegar tvær mínútur voru eftir. Lokakaflinn var áfram æsispennandi en Lukas Mertens krækti í vítakast þegar 38 sekúndur voru eftir og Lukas Zerbe skoraði úr því. Portúgal náði að minnka muninn þegar um tíu sekúndur voru eftir og voru svo brjálaðir yfir hve lengi Þjóðverjar voru að taka miðjuna, áður en þeir náðu svo að skora lokamark leiksins. Klukkan 17 í dag mætast Spánn og Noregur en í kvöld klukkan 19.30 er svo stórleikur ríkjandi heims- og Evrópumeistaranna, Danmerkur og Frakklands. Næsti leikur Þjóðverja er við Norðmenn á laugardagskvöld klukkan 19:30 en Portúgal mætir Frakklandi á laugardaginn klukkan 14:30.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira