Handbolti

Óðinn á eitt flottasta mark EM

Sindri Sverrisson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar marki gegn Ungverjum af alvöru innlifun.
Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar marki gegn Ungverjum af alvöru innlifun. EPA/Johan Nilsson

Handknattleikssamband Evrópu hefur nú valið fimm flottustu mörkin sem skoruð voru í riðlakeppni Evrópumótsins, í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Eitt markanna er íslenskt.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði með frábærum hætti sitt fyrsta mark í sigrinum gegn Ungverjum á þriðjudag, með skoti aftur fyrir bak.

Markið er í 4. sæti yfir bestu mörkin í riðlakeppninni en henni lauk í gær. Nú taka við milliriðlar þar sem væntanlega verða skoruð enn fleiri glæsimörk. Fimm bestu mörkin úr riðlakeppninni má sjá hér að neðan.

Daninn Mathias Gidsel átti fimmta flottasta markið, sem hann skoraði með frábærum snúningi, og Georgíumaðurinn Giorgi Tskhovrebadze náði 3. sæti með frábæru skoti eftir aukakast. 

Færeyingar eru svo í 2. sæti eftir magnað sirkusmark sitt gegn Sviss en besta markið skoraði portúgalski hornamaðurinn António Areia og má ætla að þar spili inn í hve mikilvægt markið var því hann innsiglaði sigurinn óvænta gegn Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×