Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2026 12:30 Svíar unnu frábæran sigur á Króötum í gærkvöld og fara kokhraustir inn í milliriðilinn. Getty/Sanjin Strukic Eftir átta marka sigurinn gegn Króatíu í gærkvöld gætu Svíar tapað fyrir Íslandi á sunnudaginn en samt komist áfram í undanúrslitin á EM í handbolta. Þetta skrifar Ola Selby, ritstjóri sænska handboltamiðilsins Handbollskanalen og blaðamaður GoHandball. Selby hefur haft mikla trú á íslenska liðinu og spáði því fyrir mót að liðið myndi spila um bronsverðlaun. Ljóst er að hann taldi, líkt og fleiri, að baráttan um efstu tvö sætin í milliriðli Íslands, og þar með sæti í undanúrslitum, yrði á milli Svíþjóðar, Króatíu og Íslands. Svíar séu því í draumastöðu eftir sigurinn í gær en þeir byrja á að mæta Slóvenum á morgun og í riðlinum eru einnig Ungverjaland og Sviss. Svona er staðan í milliriðli II. Svíþjóð, Slóvenía og Ísland tóku með sér stigin tvö úr sigrum sínum gegn Króatíu, Sviss og Ungverjalandi. Hvert lið á nú eftir að spila fjóra leiki.EHF „Þökk sé sigrinum [33-25 gegn Króatíu] tekur Svíþjóð tvö stig með í milliriðilinn sem skapar draumaaðstæður í baráttunni um sæti í undanúrslitum,“ skrifar Selby á Handbollskanalen og heldur áfram: „Í rauninni hefur Svíþjóð efni á að tapa fyrir til dæmis Íslandi og myndi samt komast í undanúrslit, svo framarlega sem liðið myndi vinna hina þrjá leikina sína. Þetta var staðan sem margir bjuggust við fyrir fram, eftir að dregið var í riðla, en sænska liðið á hrós skilið fyrir að hafa höndlað pressuna og unnið alla þrjá leikina til þessa.“ Að sama skapi er algjörlega ljóst að fyrir Íslendinga er leikurinn við Króata á morgun nú orðinn algjör lykilleikur. Tap í þeim leik gæti mögulega þýtt að sigrar gegn Svíþjóð, Sviss og Slóveníu myndu ekki duga til að komast í undanúrslit. Sú staða kom upp á HM í fyrra þar sem Ísland endaði með jafnmörg stig og Egyptaland og Króatía í milliriðli en féll úr leik vegna innbyrðis markatölu, þrátt fyrir að hafa aðeins tapað einum leik á mótinu. Keppnin í milliriðli er hins vegar ekki hafin og það eina sem vitað er fyrir víst er að Svíþjóð, Ísland og Slóvenía hefja þar leik með tvö stig í farteskinu en Króatía, Ungverjaland og Sviss eru án stiga. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Leikirnir í milliriðli II Föstudagurinn 23. janúar 14.30 Ísland - Króatía 17.00 Sviss - Ungverjaland 19.30 Slóvenía - Svíþjóð Sunnudagurinn 25. janúar 14.30 Slóvenía - Ungverjaland 17.00 Ísland - Svíþjóð 19.30 Sviss - Króatía Þriðjudagurinn 27. janúar 14.30 Ísland - Sviss 17.00 Slóvenía - Króatía 19.30 Svíþjóð - Ungverjaland Miðvikudagurinn 28. janúar 14.30 Ísland - Slóvenía 17.00 Króatía - Ungverjaland 19.30 Sviss - Svíþjóð Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Þetta skrifar Ola Selby, ritstjóri sænska handboltamiðilsins Handbollskanalen og blaðamaður GoHandball. Selby hefur haft mikla trú á íslenska liðinu og spáði því fyrir mót að liðið myndi spila um bronsverðlaun. Ljóst er að hann taldi, líkt og fleiri, að baráttan um efstu tvö sætin í milliriðli Íslands, og þar með sæti í undanúrslitum, yrði á milli Svíþjóðar, Króatíu og Íslands. Svíar séu því í draumastöðu eftir sigurinn í gær en þeir byrja á að mæta Slóvenum á morgun og í riðlinum eru einnig Ungverjaland og Sviss. Svona er staðan í milliriðli II. Svíþjóð, Slóvenía og Ísland tóku með sér stigin tvö úr sigrum sínum gegn Króatíu, Sviss og Ungverjalandi. Hvert lið á nú eftir að spila fjóra leiki.EHF „Þökk sé sigrinum [33-25 gegn Króatíu] tekur Svíþjóð tvö stig með í milliriðilinn sem skapar draumaaðstæður í baráttunni um sæti í undanúrslitum,“ skrifar Selby á Handbollskanalen og heldur áfram: „Í rauninni hefur Svíþjóð efni á að tapa fyrir til dæmis Íslandi og myndi samt komast í undanúrslit, svo framarlega sem liðið myndi vinna hina þrjá leikina sína. Þetta var staðan sem margir bjuggust við fyrir fram, eftir að dregið var í riðla, en sænska liðið á hrós skilið fyrir að hafa höndlað pressuna og unnið alla þrjá leikina til þessa.“ Að sama skapi er algjörlega ljóst að fyrir Íslendinga er leikurinn við Króata á morgun nú orðinn algjör lykilleikur. Tap í þeim leik gæti mögulega þýtt að sigrar gegn Svíþjóð, Sviss og Slóveníu myndu ekki duga til að komast í undanúrslit. Sú staða kom upp á HM í fyrra þar sem Ísland endaði með jafnmörg stig og Egyptaland og Króatía í milliriðli en féll úr leik vegna innbyrðis markatölu, þrátt fyrir að hafa aðeins tapað einum leik á mótinu. Keppnin í milliriðli er hins vegar ekki hafin og það eina sem vitað er fyrir víst er að Svíþjóð, Ísland og Slóvenía hefja þar leik með tvö stig í farteskinu en Króatía, Ungverjaland og Sviss eru án stiga. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Leikirnir í milliriðli II Föstudagurinn 23. janúar 14.30 Ísland - Króatía 17.00 Sviss - Ungverjaland 19.30 Slóvenía - Svíþjóð Sunnudagurinn 25. janúar 14.30 Slóvenía - Ungverjaland 17.00 Ísland - Svíþjóð 19.30 Sviss - Króatía Þriðjudagurinn 27. janúar 14.30 Ísland - Sviss 17.00 Slóvenía - Króatía 19.30 Svíþjóð - Ungverjaland Miðvikudagurinn 28. janúar 14.30 Ísland - Slóvenía 17.00 Króatía - Ungverjaland 19.30 Sviss - Svíþjóð
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira