Handbolti

Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ung­verja­lands

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bjarki Már fékk heldur dónaleg skilaboð frá Ungverjalandi.
Bjarki Már fékk heldur dónaleg skilaboð frá Ungverjalandi. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Veszprem í Ungverjalandi, var líklega á meðal glaðari manna eftir sigur Íslands í kvöld. Ungverjar eru misglaðir eftir kvöldið.

Bjarki Már hefur leikið með Veszprem í þónokkur ár en hann átti ekki sinn besta leik í kvöld. Hann skoraði aðeins eitt mark úr fjórum marktilraunum og var því eflaust manna fegnastur þegar Ísland fagnaði sigri.

Bjarka virðast þá hafa borist misskemmtileg skilaboð frá Ungverjum eftir sigur íslenskra á Ungverjagrýlunni í kvöld.

Hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram skjáskot af skilaboðum frá Ungverja sem sagði honum að vera ekkert að koma aftur til Veszprem eftir sigur Íslands í kvöld.

„Óþarfi,“ sagði Bjarki Már léttur við færsluna sem má sjá á myndinni að neðan.

Bjarki Már birti þessi heldur dónalegu skilaboð á Instagram.Instagram/bjarkimar90

Tengdar fréttir

Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð

Ísland er komið í milliriðil EM með tvö stig eftir 24-23 sigur á Ungverjum í Kristianstad í kvöld. Ótrúlegur leikur og skrípaleikur svo sannarlega á köflum.

„Núna er allt betra“

Einar Þorsteinn Ólafsson steig heldur betur upp þegar lykilmenn í vörn íslenska karlalandsliðsins í handbolta þurftu frá að hverfa í kvöld.

„Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“

Vel lá á Viktori Gísla Hallgrímssyni eftir eins marks sigur Íslands á Ungverjalandi, 23-24, í F-riðli á Evrópumótinu í handbolta í dag. Viktor átti stórleik og varði 23 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×