Innlent

Hundaeigendur hvattir til að vera á varð­bergi

Árni Sæberg skrifar
Eigendur hunda eru hvattir til að vera á varðbergi gagnvart brúna hundamítlinum.
Eigendur hunda eru hvattir til að vera á varðbergi gagnvart brúna hundamítlinum. Vísir/Arnar

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu um að brúni hundamítillinn (Rhipicephalus sanguineus) hafi greinst á hundi sem var í skoðun á Dýraspítalanum í Víðidal vegna kláða og útbrota í andliti.

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar þess efnis segir að brúni hundamítillinn hafi ekki oft greinst hér á landi og sé ekki landlægur á Íslandi. Í hvert sinn hafi tekist að uppræta hann. Matvælastofnun vinni markvisst að því að koma í veg fyrir að þessi sníkjudýrategund nái fótfestu hér á landi.

Matvælastofnun hvetur alla hundaeigendur til að:

  • Skoða húð og feld hunda sinna reglulega
  • Vera vakandi fyrir kláða, roða eða sárum í húð
  • Hafa tafarlaust samband við dýralækni ef grunur vaknar um mítla

Þá segir að til þess að draga úr hættu sé mikilvægt að gera eftirfarandi:

  • Þvo allan fatnað sem hefur verið í snertingu við dýr
  • Hreinsa og þvo skó vel
  • Fjarlægja óhreinindi úr farangri
  • Sótthreinsa heimilið eftir þörfum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×