Handbolti

Töl­fræðin á móti Pól­landi: Gísli með ellefu stoð­sendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar hér annað marka sinna í leiknum en þrátt fyrir að skora bara tvö mörk þá kom hann að alls þrettán mörkum því kappinn átti ellefu stoðsendingar á félaga sína í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar hér annað marka sinna í leiknum en þrátt fyrir að skora bara tvö mörk þá kom hann að alls þrettán mörkum því kappinn átti ellefu stoðsendingar á félaga sína í kvöld. EPA/Johan Nilsson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum.

Íslenska liðið byrjaði ekki leikinn alltof vel en gaf í um miðjan fyrri hálfleikinn og keyrði síðan yfir pólska liðið í seinni hálfleiknum. Flott innkoma manna eins og Hauks Þrastarsonar og Elliða Snæs Viðarssonar var líka mjög ánægjuleg en þeir voru með tíu mörk saman úr aðeins tólf skotum.

Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf fjórar stoðsendingar í fyrstu sex mörkum íslenska liðsins og var allt í öllu í sókninni þrátt fyrir að skora kannski bara tvö mörk. Gísli endaði með alls ellefu stoðsendingar í leiknum og las pólsku vörnina eins og opna bók.

Haukur Þrastarson kom miklu fyrr inn í leikinn en í fyrsta leiknum og var líka að skila góðum hlutum þegar íslenska liðið var að komast yfir. Þetta var mjög góður leikur hjá Hauki og ofan á allt í sókninni stal hann tveimur boltum með eftirminnilegum hætti.

Fyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon var valinn maður leiksins en var skiljanlega hissa á því. Ómar átti ekki sinn besta leik, fór með fjórar sóknir snemma leiks og gerði þá fleiri mistök en allan fyrsta leikinn. Hann nýtti samt vítin sín og var markahæstur í fyrri hálfleiknum.

Dauðafærin voru líka að fara forgörðum framan af leik og markvörður Pólverja gerði sig líklegan til að hrökkva í stuð. Frábær byrjun á seinni hálfleiknum sá hins vegar til þess að það varð aldrei að neinu áhyggjuefni. Sóknin gekk eins og smurð vél og liðið var að fá framlag úr öllum áttum. Það sést vel á því að fjórir leikmenn skora á bilinu fimm til sex mörk.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fyrsta leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

  • - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Póllandi á EM 2026-
  • Hver skoraði mest:
  • 1. Orri Freyr Þorkelsson 6
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 5/4
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 5
  • 2. Haukur Þrastarson 5
  • 5. Viggó Kristjánsson 3
  • 6. Elvar Örn Jónsson 2
  • 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • -
  • Markahæstir í fyrri hálfleik:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 4/3
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 3
  • 3. Haukur Þrastarson 2
  • -
  • Markahæstir í seinni hálfeik:
  • 1. Orri Freyr Þorkelsson 6
  • 2. Viggó Kristjánsson 3
  • 2. Haukur Þrastarson 3
  • 4. Elvar Örn Jónsson 2
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 2
  • -
  • Hver varði flest skot:
  • 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 9 (33%)
  • 2. Björgvin Páll Gústavsson 1 (20%)
  • -
  • Hver spilaði mest í leiknum:
  • 1. Óðinn Þór Ríkharðsson 48:48
  • 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 47:23
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 35:17
  • 4. Viggó Kristjánsson 34:24
  • 5. Elvar Örn Jónsson 33:41
  • -
  • Hver skaut oftast á markið:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 8/4
  • 2. Orri Freyr Þorkelsson 7
  • 3. Viggó Kristjánsson 6
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 6
  • 3. Haukur Þrastarson 6
  • 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
  • -
  • Hver gaf flestar stoðsendingar:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 11
  • 2. Viggó Kristjánsson 2
  • 2. Haukur Þrastarson 2
  • 4. Janus Daði Smárason 1
  • -
  • Hver átti þátt í flestum mörkum:
  • (Mörk + stoðsendingar)
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 13
  • 2. Haukur Þrastarson 7
  • 3. Orri Freyr Þorkelsson 6
  • 4. Viggó Kristjánsson 5
  • 4. Ómar Ingi Magnússon 5
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 5
  • -
  • Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
  • 1. Elvar Örn Jónsson 5
  • 2. Ýmir Örn Gíslason 4
  • 3. Janus Daði Smárason 3
  • Mörk skoruð í tómt mark
  • 1. Haukur Þrastarson 1
  • 1. Orri Freyr Þorkelsson 1
  • -
  • Hver tapaði boltanum oftast:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 2
  • 2. Haukur Þrastarson 2
  • -
  • Flest varin skot í vörn:
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 1
  • -
  • Hver fiskaði flest víti:
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1
  • 2. Haukur Þrastarson 1
  • -
  • Hver fiskaði flesta brottrekstra:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 8,68
  • 2. Haukur Þrastarson 8,11
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 7,96
  • 4. Orri Freyr Þorkelsson 7,83
  • 5. Ómar Ingi Magnússon 7,19
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 7,48
  • 2. Ýmir Örn Gíslason 7,32
  • 3. Haukur Þrastarson 7,10
  • 4. Elvar Örn Jónsson 6,89
  • 5. Orri Freyr Þorkelsson 6,61
  • 5. Viggó Kristjánsson 6,61
  • -
  • - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
  • 3 með langskotum
  • 9 með gegnumbrotum
  • 7 af línu
  • 1 úr hægra horni
  • 6 úr hraðaupphlaupum (2 með seinni bylgju)
  • 4 úr vítum
  • 3 úr vinstra horni
  • -
  • - Plús & mínus kladdinn í leiknum -
  • Mörk með langskotum: Pólland +2
  • Mörk af línu: Ísland +2
  • Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +2
  • Tapaðir boltar: Pólland +7
  • Fiskuð víti: Pólland +3


  • Varin skot markvarða: Pólland +4
  • Varin víti markvarða: Ekkert
  • Misheppnuð skot: Ísland +5
  • Löglegar stöðvanir: Pólland +1
  • Refsimínútur: Ísland + 4 mín.
  • Mörk manni fleiri: Pólland +2 (4-2)
  • Mörk manni færri: Ísland +3 (4-1)
  • Mörk í tómt mark: Ísland +1 (2-1)
  • -
  • - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -
  • Fyrri hálfleikurinn:
  • 1. til 10. mínúta: Pólland +1 (5-4)
  • 11. til 20. mínúta: Ísland +2 (4-2)
  • 21. til 30. mínúta: Ísland +2 (5-3)
  • Seinni hálfleikurinn:
  • 31. til 40. mínúta: Ísland +5 (8-3)
  • 41. til 50. mínúta: Jafnt (5-5)
  • 51. til 60. mínúta: Jafnt (5-5)
  • -
  • Byrjun hálfleikja: Ísland +4
  • Lok hálfleikja: Ísland +2
  • Fyrri hálfleikur: Ísland +3
  • Seinni hálfleikur: Ísland +5



Fleiri fréttir

Sjá meira


×