Handbolti

EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og sögu­leg strætóferð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll mættu á nýskúrað Fan Zone í dag.
Henry Birgir og Valur Páll mættu á nýskúrað Fan Zone í dag.

EM í dag heilsar að þessu sinni frá Fan Zone í Kristianstad þar sem bjórlyktin var enn í loftinu eftir teiti gærdagsins.

Strákarnir okkar æfðu í keppnishöllinni eftir hádegismat og var standið gott á liðinu. Aðeins Einar Þorsteinn Ólafsson er fjarverandi vegna meiðsla.

Það var ekki margt um manninn á götum Kristianstad í morgun og lágskýjað hjá okkar fólki sem svaf út. Það verða samt örugglega allir komnir í gírinn á morgun.

Þátt dagsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×