Handbolti

Haukur Þrastar: Pól­verjarnir eru komnir með sterkan kjarna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Þrastarson vill láta ljós sitt skína gegn Póllandi.
Haukur Þrastarson vill láta ljós sitt skína gegn Póllandi.

„Það var gott að klára fyrsta leik og fá fílinginn. Það var spenningur og fiðringur að byrja,“ segir Haukur Þrastarson afar sáttur við fyrsta leik Íslands á EM.

„Það gekk meira og minna allt upp. Heilt á litið var þetta góð frammistaða á báðum endum. Þetta krafðist mikillar einbeitingar og við vorum vel undirbúnir.“

Klippa: Haukur býst við erfiðum leik

Haukur lék í Póllandi í mörg ár áður en hann flutti sig yfir til Þýskalands. Hann þekkir því pólska liðið betur en margir aðrir.

„Ég þekki nokkra þarna. Þeir spila mikið 7 á 6 og hefðbundnari bolti en gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ segir Haukur en Pólverjar hafa verið í vandræðum með að smíða nýtt lið síðan gullkynslóðin hvarf af sjónarsviðinu.

„Það er góð spurning af hverju þetta gengur hægt. Þetta er ekki einfalt mál. Það koma kynslóðaskipti eins og gengur og gerist. Það er samt kjarni að koma upp. Strákar sem ég þekki og komu upp á sama tíma og ég. Þeir eru með gott lið þó svo það sé ekki eins sterkt og var áður. Þetta verður virkilega erfitt.“

Haukur kom inn af bekknum á lokakaflanum gegn Ítalíu en vonast að sjálfsögðu eftir því að fá fleiri mínútur gegn Pólverjum.

„Alltaf. Það vilja allir spila og það er hörkusamkeppni í þessu liði enda mikil gæði í liðinu. Það vilja allir spila. Annars væri enginn af okkur hérna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×