Handbolti

Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson hefur oft spilað vel í fyrsta leik á EM en hann verður ekki með í kvöld.
Aron Pálmarsson hefur oft spilað vel í fyrsta leik á EM en hann verður ekki með í kvöld. Getty/Kolektiff Images

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í kvöld þegar liðið mætir Ítalíu. Það búast flestir við því að þar haldi íslensku strákarnir við hefð sinni að byrja Evrópumótin vel.

Íslenska landsliðið hefur nefnilega ekki tapað fyrsta leik á sex Evrópumótum í röð eða síðan liðið tapaði á móti Krótökum á EM 2012 í Serbíu.

Íslenska liðið var þá undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og tapaði 29-31.

Íslenska liðið vann síðan fyrsta leik á EM á næstu fimm Evrópumótum, tvisvar undir stjórn Arons Kristjánssonar, einu sinni undir stjórn Geirs Sveinssonar og tvisvar undir stjórn Guðmundar.

Á EM 2014 og EM 2016 vann liðið Noreg í fyrsta leik, liðið vann Svíþjóð í fyrsta leik á EM 2018 og vann svo frábæran sigur á gríðarlega sterku dönsku landsliði á EM 2020. Strákarnir okkar unnu síðan Portúgal í fyrsta leik á EM 2022 en gerðu svo 27-27 jafntefli við Serbíu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum.

  • Fyrsti leikur Íslands á síðustu tíu Evrópumótum í handbolta:
  • EM 2024: 27-27 jafntefli við Serbíu
  • EM 2022: 28-24 sigur á Portúgal
  • EM 2020: 31-30 sigur á Danmörku
  • EM 2018: 26-24 sigur á Svíþjóð
  • EM 2016: 26-25 sigur á Noregi
  • EM 2014: 31-26 sigur á Noregi
  • EM 2012: 29-31 tap fyrir Króatíu
  • EM 2010: 29-29 jafntefli við Serbíu
  • EM 2008: 19-24 tap fyrir Svíþjóð
  • EM 2006: 36-31 sigur á Serbíu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×