Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2026 11:47 Norðumaðurinn Boye Brogland, sem er einn besti bridds-spilari í heimi er á leið til landsins. Hann hefur sagt Bridge-hátíð í Reykjavík uppáhaldsmótið sitt. Pétur Fjeldsted Bridds-spilarinn Zia Mahmood er meðal gesta á stærsta briddsmóti ársins í Hörpu í lok þessa mánaðar, Bridgehátíð eða Reykjavík Bridge Festival. Stjörnufans er á leið til landsins. Matthías Imsland er framkvæmdastjóri BSÍ og margir vilja eigna honum þá Bridds-vakningu sem hefur orðið á Íslandi undanfarin ár. „Ég segi bara allt ansi fínt núna. Þetta er skemmtilegasti tíminn í starfinu, það er núna,“ segir Matthías. Zia þekktasti Pakistaninn ásamt Ómari Sharif Honum dettur ekki í hug að mæla því í mót að stjörnufans sé á leið til landsins, ótrúlega stór nöfn. „Nei, Zia Mahmood er á leiðinni en hann hefur ekki komið mjög lengi. Hann er orðinn áttræður karlinn,“ segir Matthías. Zia ásamt Andrew Robson. Hann var á árum áður tíður gestur á Bridge-hátíð en hefur ekki komið lengi. Hann er væntanlegur. Þessi mynd var tekin af honum á Bridgehátíð 2014 sem fram fór á Loftleiðum Zia var um árabil einhver þekktasti Pakistaninn ásamt Ómari Sharif sem lék sællar minningar í hinni epísku stórmynd Arabíu-Lawrence ásamt Peter O‘Toole en það er önnur saga. Gríðarsterkir norðmenn væntanlegir „Norskir stórspilarar eru á leiðinni en þeir hafa verið að vinna titla í stórum stíl, eins og Boye Brogland. Svo má nefna líka, og er sérstakt, að svissneska landsliðið sem hefur orðið heimsmeistari er að koma en í því spila tveir Pólverjar, og tveir Hollendingar,“ heldur Matthías áfram að þylja upp. Pólska parið sem samanstendur af Klukowski og Kalita og er af mörgum talið það fremsta í heiminum í dag þannig að hingað eru að koma afar þekktir og skemmtilegir spilarar. Matthías Imsland. Margir vilja þakka honum þá miklu bridds-vakningu sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum áratug eða svo.pétur fjeldsted Sannkallað bridds-æði gekk yfir landið fyrir um 35 árum í kjölfar þess að Íslendingar urðu heimsmeistarar í íþróttinni í Yokohama í Japan og unnu þar til hinnar þekktu Bermúdaskálar. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem Ísland hefur orðið meistari í hópíþrótt. Bridge-hátíð var á þeim tíma mikill viðburður en svo fjaraði undan henni. Harpa heillar Matthías segir að bridds-hátíðin hafi verið á dagskrá í lok janúar en þá hafi verið rólegt í ferðamennskunni. Þá var hægt að fá flugferðir, hótel og Loftleiðasalinn ódýrt enda var það svo að þetta hét lengi vel Icelandair Bridge Festival. En svo fór botninn úr. „Svo gjörbreyttist þetta en svo náum við að rífa þetta nokkuð vel í gang aftur. Þegar við fórum að spila í Hörpu. Þó að við séum ekki með stærstu peningaverðlaunin finnst spilurunum afar gaman að koma, þeim finnst gaman að spila í Hörpu og gaman að spila við Íslendingana. Það er einhver gleði í þessu sem er umfram önnur mót.“ Hjördís Eyþórsdóttir er einn af fáum Íslendingum sem er atvinnumaður í bridds.pétur fjeldsted Matthías segir svo frá að Brogeland, sem er einn besti spilari heims, hafi til að mynda nefnt í ræðu í fyrra að þetta væri uppáhaldsmótið sitt – mót sem hann myndi aldrei sleppa. Bridgehátíð er tvískipt og hefst 29. janúar á tvímenningi og svo tekur sveitakeppnin við. Áður en til þess kemur fer fram atvinnumannamót sem heitir World Bridge Tour. „Það hjálpar okkur líka til að fá sterkari spilara. Þarna eru gríðarsterkar sveitir, tuttugu sveitir þarna, þátttökugjaldið er hálf milljón á sveit, það er í því móti. Þarna spila bestu sveitirnar. Við njótum góðs af því, þetta er orðið „cult-mót“ hjá okkur.“ Brynjar stórkostlega vanmetinn spilari Bandarísk sveit hampar nú Bermúdaskálinni en sú sveit var á Bridge-hátíð í fyrra. Þeir unnu Dani í úrslitaleik en þeir eru að koma núna. En hvernig stendur Ísland? „Það er Evrópumót í Lettlandi í sumar og við höfum lagt mikið undir fyrir það mót. Við höfum verið með miklar æfingar og átta efstu sveitirnar fara áfram og keppa um Bermúdaskálina. Við ætlum okkur að komast áfram,“ segir Matthías. Matthías segir að formaðurinn Brynjar sé stórkostlega vanmetinn spilari.Pétur Fjeldsted Brynjar Níelsson er formaður Bridge-sambandsins, hann er iðinn við kolann og spilar mikið eða tvisvar í viku. En honum fer ekkert fram? „Jahhh, hann leynir á sér. Hann spilar mikið með Oddfellowum og Súðfirðingum og er mjög oft að vinna þar. Svo spilar hann með Guðmundi Ágústsyni í Krummaklúbbnum og er oft meðal efstu manna þar. Ég myndi ekki vanmeta Brynjar,“ segir Matthías sem er hvergi nærri af baki dottinn þegar briddsinn er annars vegar. Bridge Félagsmál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Matthías Imsland er framkvæmdastjóri BSÍ og margir vilja eigna honum þá Bridds-vakningu sem hefur orðið á Íslandi undanfarin ár. „Ég segi bara allt ansi fínt núna. Þetta er skemmtilegasti tíminn í starfinu, það er núna,“ segir Matthías. Zia þekktasti Pakistaninn ásamt Ómari Sharif Honum dettur ekki í hug að mæla því í mót að stjörnufans sé á leið til landsins, ótrúlega stór nöfn. „Nei, Zia Mahmood er á leiðinni en hann hefur ekki komið mjög lengi. Hann er orðinn áttræður karlinn,“ segir Matthías. Zia ásamt Andrew Robson. Hann var á árum áður tíður gestur á Bridge-hátíð en hefur ekki komið lengi. Hann er væntanlegur. Þessi mynd var tekin af honum á Bridgehátíð 2014 sem fram fór á Loftleiðum Zia var um árabil einhver þekktasti Pakistaninn ásamt Ómari Sharif sem lék sællar minningar í hinni epísku stórmynd Arabíu-Lawrence ásamt Peter O‘Toole en það er önnur saga. Gríðarsterkir norðmenn væntanlegir „Norskir stórspilarar eru á leiðinni en þeir hafa verið að vinna titla í stórum stíl, eins og Boye Brogland. Svo má nefna líka, og er sérstakt, að svissneska landsliðið sem hefur orðið heimsmeistari er að koma en í því spila tveir Pólverjar, og tveir Hollendingar,“ heldur Matthías áfram að þylja upp. Pólska parið sem samanstendur af Klukowski og Kalita og er af mörgum talið það fremsta í heiminum í dag þannig að hingað eru að koma afar þekktir og skemmtilegir spilarar. Matthías Imsland. Margir vilja þakka honum þá miklu bridds-vakningu sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum áratug eða svo.pétur fjeldsted Sannkallað bridds-æði gekk yfir landið fyrir um 35 árum í kjölfar þess að Íslendingar urðu heimsmeistarar í íþróttinni í Yokohama í Japan og unnu þar til hinnar þekktu Bermúdaskálar. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem Ísland hefur orðið meistari í hópíþrótt. Bridge-hátíð var á þeim tíma mikill viðburður en svo fjaraði undan henni. Harpa heillar Matthías segir að bridds-hátíðin hafi verið á dagskrá í lok janúar en þá hafi verið rólegt í ferðamennskunni. Þá var hægt að fá flugferðir, hótel og Loftleiðasalinn ódýrt enda var það svo að þetta hét lengi vel Icelandair Bridge Festival. En svo fór botninn úr. „Svo gjörbreyttist þetta en svo náum við að rífa þetta nokkuð vel í gang aftur. Þegar við fórum að spila í Hörpu. Þó að við séum ekki með stærstu peningaverðlaunin finnst spilurunum afar gaman að koma, þeim finnst gaman að spila í Hörpu og gaman að spila við Íslendingana. Það er einhver gleði í þessu sem er umfram önnur mót.“ Hjördís Eyþórsdóttir er einn af fáum Íslendingum sem er atvinnumaður í bridds.pétur fjeldsted Matthías segir svo frá að Brogeland, sem er einn besti spilari heims, hafi til að mynda nefnt í ræðu í fyrra að þetta væri uppáhaldsmótið sitt – mót sem hann myndi aldrei sleppa. Bridgehátíð er tvískipt og hefst 29. janúar á tvímenningi og svo tekur sveitakeppnin við. Áður en til þess kemur fer fram atvinnumannamót sem heitir World Bridge Tour. „Það hjálpar okkur líka til að fá sterkari spilara. Þarna eru gríðarsterkar sveitir, tuttugu sveitir þarna, þátttökugjaldið er hálf milljón á sveit, það er í því móti. Þarna spila bestu sveitirnar. Við njótum góðs af því, þetta er orðið „cult-mót“ hjá okkur.“ Brynjar stórkostlega vanmetinn spilari Bandarísk sveit hampar nú Bermúdaskálinni en sú sveit var á Bridge-hátíð í fyrra. Þeir unnu Dani í úrslitaleik en þeir eru að koma núna. En hvernig stendur Ísland? „Það er Evrópumót í Lettlandi í sumar og við höfum lagt mikið undir fyrir það mót. Við höfum verið með miklar æfingar og átta efstu sveitirnar fara áfram og keppa um Bermúdaskálina. Við ætlum okkur að komast áfram,“ segir Matthías. Matthías segir að formaðurinn Brynjar sé stórkostlega vanmetinn spilari.Pétur Fjeldsted Brynjar Níelsson er formaður Bridge-sambandsins, hann er iðinn við kolann og spilar mikið eða tvisvar í viku. En honum fer ekkert fram? „Jahhh, hann leynir á sér. Hann spilar mikið með Oddfellowum og Súðfirðingum og er mjög oft að vinna þar. Svo spilar hann með Guðmundi Ágústsyni í Krummaklúbbnum og er oft meðal efstu manna þar. Ég myndi ekki vanmeta Brynjar,“ segir Matthías sem er hvergi nærri af baki dottinn þegar briddsinn er annars vegar.
Bridge Félagsmál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent