Áskorun

Úti­vinnandi og valið barn­leysi með hund að bætast við úti­vinnandi og valið barn­leysi

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Valið barnleysi, eða DINK-parsamband, er að verða sífellt algengara en nú hefur það bæst við í umræðuna að yngri kynslóðir séu að velja lífstílinn að eignast hund en ekki börn. Er það þróunin á Íslandi líka?
Valið barnleysi, eða DINK-parsamband, er að verða sífellt algengara en nú hefur það bæst við í umræðuna að yngri kynslóðir séu að velja lífstílinn að eignast hund en ekki börn. Er það þróunin á Íslandi líka? Vísir/Getty

„Við veljum hund frekar en barn og hér eru ástæðurnar,“ segir í fyrirsögn Times í Bretlandi í vikunni (e. „We chose a dog over a baby. Here’s why“). Í greininni er ekki bara fjallað um hið hefðbundna DINK-parsamband, því nú er líka verið að tala um DINKwads. 

DINK hvað? spyrja nú margir.

Jú, byrjum á því að útskýra…

Skammstöfunin DINK stendur fyrir Dual Income No Kids, sem þýðir útivinnandi par sem velur að eiga ekki börn.

Umræðan um DINK-pör á sér reyndar mismunandi birtingarmyndir. Í Kína er DINK til dæmis oft sett í samhengi við hátt húsnæðisverð og mikið vinnuálag. Þetta ógnarvald sem vinnumarkaðurinn hefur svo lengi haft víða í Kína. Til viðbótar við að vera afleiðing barnakvótans sem þar ríkti lengi.

Í Bandaríkjunum er DINK meira tengt við lífstíl. Val para um að eignast ekki börn heldur frekar að lifa til dæmis stórborgarlífi eða velja að ferðast víða. Og hratt fjölgar í þessum hópi DINK-para. Í nóvember 2025 sýndu opinberar tölur í Bandaríkjunum til dæmis að 12% giftra para á aldrinum 30-49 ára teljast nú DINK-pör. Meira að segja FORBES hefur bent á DINK-pör sem vænlegan markhóp, því þetta sé einmitt hópurinn sem sé líklegur til að eyða peningum í upplifanir og viðburði, umfram barnafólk.

Umræðan í Bretlandi um DINK-parsambönd er meira tengd við álag á fólk og háa skuldabirgði. Að það að reka heimili og börn sé einfaldlega svo dýrt að fólk kjósi frekar að lifa parsambandi án þess að eignast börn. Eða seinka barneignum verulega.

Það sama er uppi á teningnum á Norðurlöndunum, sem þó teljast með barnvænustu samfélögum heims. 

Tölurnar sýna að barneignum á Norðurlöndum fer fækkandi.

Ísland er þar ekki undanskilið.

Í áhugaverðu viðtali Reykjavík síðdegis við Ásdísi Aðalbjörgu Arnalds, lektor í félagsráðgjöf, haustið 2024, talar Ásdís um valið barnleysi

Um valið barnleysi segir Ásdís þróunina á Íslandi sambærilega því sem rannsóknir sýna erlendis:

„Fólk sér þetta sem streituvaldandi hlutverk og við sjáum það bæði í rannsóknum hérlendis og erlendis að foreldrahlutverkið er orðið miklu fyrirferðameira en það var hér áður og foreldrar í dag eyða miklu meiri tíma með börnunum sínum en foreldrar gerðu áður.“

En hvaða DINK-tal er þetta þá, og er ekki óþarfi að reyna að innleiða eitthvað DINK-slanguryrði inn í íslenskuna? 

Jú, svo sannarlega er það nú ekki meiningin, enda orðið DINK svo sem aukaatriði í stóra samhenginu.

Skýringin á þessu DINK-tali er hins vegar að benda á hvernig umræðan erlendis er nú í auknum mæli að beinast að útivinnandi pörum sem velja að eignast ekki börn en eiga hund. Á ensku: DINKwads, eða Dual Income No Kids with a dog.

Dæmi um umfjöllun um útivinnandi og valið barnleysi með hund er fyrrgreind grein Times í Bretlandi; „We chose a dog over a baby. Here’s why.“

Í greininni kemur fram að það séu einna helst aldamótakynslóðin (f.1980-1994) og Z-kynslóðin (f.1995-2012) sem er að velja þá leið að vera DINKwads; sumsé útivinnandi fólk sem velur barnleysi en er með hund.

Í Bretlandi endurspeglast þessi staða meðal annars í því að Bretar eiga 13 milljónir hunda en 15 milljónir barna. Sem getur nú ekki talist mikill munur.

Enda kemur líka fram í greininni að í 34% póstnúmera á Bretlandi, búa nú fleiri hundar en börn. 

Eflaust þyrfti nokkra rannsóknarvinnu til að átta sig á því hvort hér fjölgar í hópi útivinnandi ungs para sem velja barnleysi en eru með hund.

Og þó.... kannski að okkur takist að sjá þetta í nærumhverfinu.

Að minnsta kosti segir í grein Guardian um DINK-pör frá árinu 2024 að skýrastu birtingarmyndina um DINK-lífsstílinn sé oft að sjá í færslum á samfélagsmiðlum því DINK-pör séu víst dugleg að birta þar myndir af sér úr alls kyns ferðum eða á viðburðum. 

Spurning um hvort þú sért að taka eftir því á þínum samfélagsmiðlum hvort DINKwads - útivinnandi og velja barnleysi með hund - fari fjölgandi? 


Tengdar fréttir

Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“

Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.