Enski boltinn

Jöfnuðu 128 ára gamalt met

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ollie Watkins var hetjan gegn Chelsea í gær.
Ollie Watkins var hetjan gegn Chelsea í gær. Getty/Marc Atkins

Aston Villa hefur unnið ellefu leiki í röð í öllum keppnum í annað sinn í sögu félagsins. Síðast gerðist það 1897.

Villa vann Chelsea 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í gær þökk sé tveimur mörkum Ollie Watkins. Um er að ræða sjöunda sigur liðsins í röð í deildinni og þann ellefta í öllum keppnum.

Aðeins Liverpool og Manchester United hafa unnið svo marga leiki í röð á þessari öld en Arsenal á metið, tólf talsins, sem Villa getur jafnað þegar liðið mætir Skyttunum á þriðjudagskvöldið kemur.

Eftir sigurinn í gær er Aston Villa með 39 stig í þriðja sæti deildarinnar en getur með sigri á þriðjudag jafnað Arsenal á toppi deildarinnar með 42 stig. Manchester City er í öðru sæti með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×