Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 26. desember 2025 08:01 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson störfuðu saman hjá Leipzig. Þeir eyddu jólunum saman en sá eldri segir ólíklegt að þeir starfi aftur saman sem þjálfari og leikmaður - að minnsta kosti ekki í bráð. Vísir/Getty Rúnar Sigtryggsson er strax kominn með sigur sem þjálfari Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni og eyðir jólunum með syni sínum, Andra Már Rúnarssyni, leikmanni Erlangen, sem er í fyrsta sinn í hópi Íslands fyrir komandi stórmót. Andri Már er í landsliðshópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði á dögunum og það er í fyrsta sinn sem hann er í lokahópi fyrir stórmót. Rúnar kveðst stoltur af drengnum, en þeir félagar gátu eytt aðfangadegi saman, áður en þeir fóru í sitthvora áttina að undirbúa leiki í þýsku deildinni með sitthvoru liðinu í þýsku deildinni á morgun. Wetzlar sækir Lemgo heim og Erlangen mætir Kiel. „Þetta er mjög ánægjulegt fyrir hann, að komast inn í þennan hóp og hann hefur stefnt að því, held ég, síðan hann var í þessum U21 hópi sem vann brons. Þetta er næsta skref og hann er mjög ánægður með það. Og ég er náttúrulega stoltur af því að hann sé valinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild. Er þetta ekki verðskuldað val? „Ég myndi segja það. Hann er búinn að stimpla sig inn í deildina, mjög vel síðasta vetur og núna með nýju liði er hann kominn á gott ról. Ég held hann sé á góðu rönni og var það fyrir,“ segir Rúnar. Stutt í gagnrýnina Rúnar fékk Andra til Þýskalands þegar hann stýrði Leipzig og Andri raðaði inn mörkum með liðinu á síðustu leiktíð. Rúnari var sagt upp í sumar og þá færði Andri sig til Erlangen. Óhætt er að segja að viðskilnaðurinn við þá feðga hafi ekki skilað miklu fyrir félagið sem er neðst í þýsku deildinni með fimm stig, tveimur á eftir Wetzlar, sem Rúnar var að taka við. Rúnar segir þó ólíklegt að hann reyni að fá Andra til liðs við sitt nýja félag. „Nei, ég held að við endurtökum ekki þann leik. Þegar fer að ganga illa, eins og maður vissi, þá er þetta það fyrsta sem er bent á. Þegar svona aðstæður koma upp þá er betra að það sé enginn skyldur manni í þessu. Svo er það misjafnt hvernig lið tækla þetta. En eins og hann spilaði fyrir Leipzig, með markahæstu mönnum í deildinni í fyrra, ættu þeir að sjá eftir honum held ég,“ segir Rúnar. Þýski handboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Andri Már er í landsliðshópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði á dögunum og það er í fyrsta sinn sem hann er í lokahópi fyrir stórmót. Rúnar kveðst stoltur af drengnum, en þeir félagar gátu eytt aðfangadegi saman, áður en þeir fóru í sitthvora áttina að undirbúa leiki í þýsku deildinni með sitthvoru liðinu í þýsku deildinni á morgun. Wetzlar sækir Lemgo heim og Erlangen mætir Kiel. „Þetta er mjög ánægjulegt fyrir hann, að komast inn í þennan hóp og hann hefur stefnt að því, held ég, síðan hann var í þessum U21 hópi sem vann brons. Þetta er næsta skref og hann er mjög ánægður með það. Og ég er náttúrulega stoltur af því að hann sé valinn, það er engin spurning um það,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild. Er þetta ekki verðskuldað val? „Ég myndi segja það. Hann er búinn að stimpla sig inn í deildina, mjög vel síðasta vetur og núna með nýju liði er hann kominn á gott ról. Ég held hann sé á góðu rönni og var það fyrir,“ segir Rúnar. Stutt í gagnrýnina Rúnar fékk Andra til Þýskalands þegar hann stýrði Leipzig og Andri raðaði inn mörkum með liðinu á síðustu leiktíð. Rúnari var sagt upp í sumar og þá færði Andri sig til Erlangen. Óhætt er að segja að viðskilnaðurinn við þá feðga hafi ekki skilað miklu fyrir félagið sem er neðst í þýsku deildinni með fimm stig, tveimur á eftir Wetzlar, sem Rúnar var að taka við. Rúnar segir þó ólíklegt að hann reyni að fá Andra til liðs við sitt nýja félag. „Nei, ég held að við endurtökum ekki þann leik. Þegar fer að ganga illa, eins og maður vissi, þá er þetta það fyrsta sem er bent á. Þegar svona aðstæður koma upp þá er betra að það sé enginn skyldur manni í þessu. Svo er það misjafnt hvernig lið tækla þetta. En eins og hann spilaði fyrir Leipzig, með markahæstu mönnum í deildinni í fyrra, ættu þeir að sjá eftir honum held ég,“ segir Rúnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira