Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Valur Páll Eiríksson skrifar 17. desember 2025 19:16 Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti glimrandi fyrsta hring á móti sem hefur mikið um næsta ár að segja. Getty/Charles McQuillan Guðrún Brá Björgvinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er jöfn í efsta sæti eftir fyrsta hring lokaúrtökumótsins fyrir LET-mótaröðina. Efstu tuttugu kylfingar mótsins vinna sér inn fullan keppnisrétt á LET á næsta ári. Mótið fer fram dagana 17.-20. desember á tveimur völlum; Royal Golf Marrakech og Al Maaden Golf Marrakech í Marokkó. Guðrún lék fyrsta hringinn á Al Maaden vellinum, líkt og hinir íslensku kylfingarnir. Hún kom í hús á fimm höggum undir pari, og er jöfn sex öðrum kylfingum í efsta sæti eftir fyrsta daginn. Guðrún fékk sjö fugla á hringnum og var ein í efsta sæti mótsins fyrir átjándu holu dagsins. Hún hlaut skramba á síðustu brautinni en er þrátt fyrir það á toppnum, ásamt öðrum, líkt og áður segir. Ragnhildur Kristinsdóttir lék á pari vallar og er jöfn í 67. sæti mótsins eftir daginn. Hún fékk fimm fugla og fimm skolla á hringnum. Andrea Bergsdóttir er jöfn í 92. sæti mótsins. Hún lék hringinn á einu höggi yfir pari, fékk tvo fugla og þrjá skolla. Hulda Clara Gestsdóttir lék á fjórum höggum yfir pari og er jöfn í 130. sæti. Hulda fékk fugl á bæði fyrstu og átjándu holu vallar, en fékk fjóra skolla og einn skramba. Alls taka 155 kylfingar frá 40 þjóðum þátt á mótinu. Að þremur hringjum loknum komast efstu 65 kylfingarnir í gegnum niðurskurð og leika lokahringinn um efstu 20 sætin sem veita fullan keppnisrétt á LET-mótaröðinni á næsta ári. Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mótið fer fram dagana 17.-20. desember á tveimur völlum; Royal Golf Marrakech og Al Maaden Golf Marrakech í Marokkó. Guðrún lék fyrsta hringinn á Al Maaden vellinum, líkt og hinir íslensku kylfingarnir. Hún kom í hús á fimm höggum undir pari, og er jöfn sex öðrum kylfingum í efsta sæti eftir fyrsta daginn. Guðrún fékk sjö fugla á hringnum og var ein í efsta sæti mótsins fyrir átjándu holu dagsins. Hún hlaut skramba á síðustu brautinni en er þrátt fyrir það á toppnum, ásamt öðrum, líkt og áður segir. Ragnhildur Kristinsdóttir lék á pari vallar og er jöfn í 67. sæti mótsins eftir daginn. Hún fékk fimm fugla og fimm skolla á hringnum. Andrea Bergsdóttir er jöfn í 92. sæti mótsins. Hún lék hringinn á einu höggi yfir pari, fékk tvo fugla og þrjá skolla. Hulda Clara Gestsdóttir lék á fjórum höggum yfir pari og er jöfn í 130. sæti. Hulda fékk fugl á bæði fyrstu og átjándu holu vallar, en fékk fjóra skolla og einn skramba. Alls taka 155 kylfingar frá 40 þjóðum þátt á mótinu. Að þremur hringjum loknum komast efstu 65 kylfingarnir í gegnum niðurskurð og leika lokahringinn um efstu 20 sætin sem veita fullan keppnisrétt á LET-mótaröðinni á næsta ári.
Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira