Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 09:33 Ragnhildur Kristinsdóttir tryggði sér sæti beint inn í lokaúrtökumótið með frábærum árangri á LET Access-mótaröðinni í sumar. Getty/Charles McQuillan/Richard Heathcote Íslensku kylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir áttu að hefja leik í lokaúrtökumóti Ladies European Tour í gær en ekkert varð af því. Fyrstu umferðinni var aflýst vegna mikillar úrkomu og eldingahættu á Al Maaden Golf og Royal Golf Marrakech golfvöllunum. Þetta þýðir að lokamótið verður nú aðeins 72 holur en ekki 90 holur eins og það átti að vera. Alls eru 155 kylfingar frá 40 þjóðum skráðir til leiks í lokamótinu. Allir íslensku kylfingarnir áttu að byrja á Al Maaden-vellinum í gær. Ragnhildur og Andrea tryggðu sér sæti beint inn í lokaúrtökumótið með frábærum árangri á LET Access-mótaröðinni í sumar, þar sem þær enduðu í áttunda og tólfta sæti stigalistans. Efstu sjö kylfingar LET Access komust beint inn á mótaröðina, en þeir sem enduðu í sætum 8-32 á stigalistanum fengu sjálfkrafa þátttökurétt í lokaúrtökumótinu. Guðrún Brá og Hulda Clara spiluðu sig síðan inn í lokamótið í úrtökumóti sem fór fram í Marrakesh í síðustu viku. Þar var keppt á fjórum mismunandi völlum og níutíu kylfingar tryggðu sig inn á lokamótið. Til mikils er að vinna í lokaúrtökumótinu, en LET-mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og sú næststerkasta í heimi. Efstu 20 kylfingar mótsins fá fullan þátttökurétt á LET fyrir tímabilið 2026. Kylfingarnir í sætum 21-50 fá skilyrtan þátttökurétt á LET fyrir tímabilið 2026. Allir aðrir kylfingar sem náðu inn í lokamótið fá takmarkaðan þátttökurétt á LET fyrir tímabilið 2026. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) Golf Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Fyrstu umferðinni var aflýst vegna mikillar úrkomu og eldingahættu á Al Maaden Golf og Royal Golf Marrakech golfvöllunum. Þetta þýðir að lokamótið verður nú aðeins 72 holur en ekki 90 holur eins og það átti að vera. Alls eru 155 kylfingar frá 40 þjóðum skráðir til leiks í lokamótinu. Allir íslensku kylfingarnir áttu að byrja á Al Maaden-vellinum í gær. Ragnhildur og Andrea tryggðu sér sæti beint inn í lokaúrtökumótið með frábærum árangri á LET Access-mótaröðinni í sumar, þar sem þær enduðu í áttunda og tólfta sæti stigalistans. Efstu sjö kylfingar LET Access komust beint inn á mótaröðina, en þeir sem enduðu í sætum 8-32 á stigalistanum fengu sjálfkrafa þátttökurétt í lokaúrtökumótinu. Guðrún Brá og Hulda Clara spiluðu sig síðan inn í lokamótið í úrtökumóti sem fór fram í Marrakesh í síðustu viku. Þar var keppt á fjórum mismunandi völlum og níutíu kylfingar tryggðu sig inn á lokamótið. Til mikils er að vinna í lokaúrtökumótinu, en LET-mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og sú næststerkasta í heimi. Efstu 20 kylfingar mótsins fá fullan þátttökurétt á LET fyrir tímabilið 2026. Kylfingarnir í sætum 21-50 fá skilyrtan þátttökurétt á LET fyrir tímabilið 2026. Allir aðrir kylfingar sem náðu inn í lokamótið fá takmarkaðan þátttökurétt á LET fyrir tímabilið 2026. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf)
Golf Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira