„Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. desember 2025 12:37 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Á myndinni til hægri má sjá þá Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Valberg/Getty Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu. NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu.
NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent