„Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. desember 2025 12:37 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Á myndinni til hægri má sjá þá Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Valberg/Getty Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu. NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eru stjórnvöld í Evrópu harðlega gagnrýnd. Þar segir að Bandaríkin vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu sem standi fyrir siðmenningarlegri eyðingu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir stefnuna lýsa vanvirðingu við Evrópu og ekki sé hægt að útiloka afskipti Bandaríkjastjórnar af kosningum líkt og gerst hafi í S-Ameríku. „Stærsta vandamálið er væntanlega það að Evrópa og Bandaríkin eiga ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum þarf Evrópa að vera undir það búin að geta staðið á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega,“ sagði Arnór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Evrópubúar ættu að hafa áhyggjur Hann telur ástæðu fyrir íbúa Evrópu að hafa áhyggjur, ekki síst Úkraínumenn. Bandaríkjamenn vilji koma á viðskiptatengslum við Rússa sem sé ómögulegt nema friður náist. „En hvernig það á að gera, það kemur ekki fram. Væntanlega á kostnað Úkraínu með, með því að gefa eftir land og ekki síst er Evrópa gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins.“ „Og það segir sitt að Pútín forseti er mjög ánægður með þessa nýju stefnu Bandaríkjanna,“ bætir Arnór við. Arnór segir stöðu NATO áhyggjuefni en bíða þurfi eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem væntanleg er. Vísbendingar séu um að Bandaríkin gætu dregið sig úr mörgum af sameiginlegum ákvörðunarferlum innan bandalagsins. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa í áratugi útvistað alfarið allar varnir landsins til annars vegar Bandaríkjanna í gegnum varnarsamninginn og hins vegar Atlantshafsbandalagsins í gegnum aðild okkar að því bandalagi.“ „Þessi stefna hefur verið góð og gild í mörg ár en það er kominn tími til þess að spyrja sig núna hvort að þetta sé skynsamlegt viðhorf gagnvart öryggi og vörnum landsins.“ Tímabært að íhuga að koma á fót íslenskum her Það sé frumskylda sérhverra sjálfstæðra og fullgildra þjóða að geta brugðist sjálf við strax áður en aðstoð berist, ef hún þá berst. „Ég hef talað fyrir því lengi að það sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega að koma á fót íslenskum her. Hann þarf ekki að vera stór en hann þarf að vera virkur og geta brugðist við óvæntum eða ófyrirséðum hættum.“ „Þetta væri þá fyrsti fyrirsvarinn fyrir því að við getum varið okkar innviði, hernaðarlega mikilvæga innviði þannig að við getum tekið á móti liðsauka ef hann kemur,“ sagði Arnór að endingu.
NATO Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira