Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 12:00 Eto'o gengur vasklega fram sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins og á í hörðum deilum við íþróttaráðuneyti Kamerún. AP Photo/Steve Luciano, File Fótboltaheimur Kamerún logar í aðdraganda Afríkukeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Samuel Eto'o, forseti kamerúnska knattspyrnusambandins, opinberaði í gær leikmannahóp liðsins fyrir komandi mót og rak þjálfara liðsins í leiðinni. Miklar deilur hafa staðið milli knattspyrnusambands landsins og íþróttaráðuneytis Kamerún síðustu misseri. Belginn Marc Brys var ráðinn landsliðsþjálfari í apríl 2024 af íþróttaráðuneytinu, ráðning sem Eto'o hefur reynt að vinda ofan af síðan. Belginn Marc Brys fær kaldar kveðju frá kamerúnsku stjörnunni.Isosport/MB Media/Getty Images Stórstjarnan Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona og Inter Milan, var endurkjörinn sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, Fecafoot, í síðustu viku og gekk vasklega til verks að reka Brys með endurnýjuðu umboði. Uppsögn Brys fylgdi harðorð yfirlýsing þar sem Belginn sætir löngum lista ásakana. Hann er meðal annars sagður hafa hvatt leikmenn til að ögra knattspyrnusambandinu og sömuleiðis átt samstarf við óþekkta einstaklinga innan sambandsins til að grafa undan starfsemi þess. Hann er einnig sakaður um að mæta ekki á fundi, neita að upplýsa um æfingaáætlanir sínar, stofna samskiptum við styrktaraðila í hættu, birta ekki leikmannahóp sinn á réttum tíma og nota „blekkingar til að komast hjá faglegri skyldu sinni til að halda blaðamannafundi“. Nýr þjálfari og umdeildur leikmannahópur Á mótinu mun David Pagou stýra kamerúnska liðinu. Sá er reynslumikill heimamaður sem var í starfsteymi Brys og hefur stýrt liðum í efstu deild Kamerún um árabil. Hópur Pagou vekur athygli. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er André Onana, fyrrum markvörður Manchester United, og ein stærsta stjarna kamerúnska liðsins, ekki í landsliðshópnum fyrir komandi keppni. Fyrirliðinn og aðal framherji liðsins, Vincent Aboubakar, er einnig utan hóps, sem og André-Frank Zambo Anguissa, leikmaður Napoli, og Michael Ngadeu. Zambo Anguissa hefur glímt við meiðsli að undanförnu en engin skýring fylgir fjarveru hinna þriggja lykilmanna liðsins. Rekinn eftir tvo mánuði og ráðinn tveimur dögum síðar Þjálfarasaga kamerúnska liðsins er skrautleg í forsetatíð Eto'o, sem var fyrst kjörinn forseti Fecafoot í desember 2021. Hann rak portúgalska stjórann Toni Conceicao eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni á heimavelli. Sá brottrekstur var í óþökk íþróttamálaráðuneytisins. Rigobert Song, fyrrum liðsfélagi Eto'o í landsliðinu, tók við stjórnartaumunum samkvæmt tilskipun forseta landsins, Paul Biya. Eto'o er þó sagður hafa sjálfur á því að ráða Song, einnig. Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010 og settist síðar á þjálfarastól liðsins.vísir/getty Song stýrði liðinu á HM í Katar 2022, þar sem André Onana fór snemma heim, en Song var svo rekinn eftir slaka frammistöðu á síðasta Afríkumóti. Áðurnefndur Brys var þá ráðinn af ráðuneytinu og birti knattspyrnusambandið í kjölfarið yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir mikilli furðu á ráðningunni. Hann var rekinn af sambandinu tveimur mánuðum eftir ráðninguna í kjölfar hávaðarifrildis við Eto'o. Hann var hins vegar endurráðinn tveimur dögum eftir þann brottrekstur og hefur verið við stjórnvölin síðan, í óþökk Eto'o sem virðist nú loks hafa fengið sínu framgengt. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi kamerúnska liðsins undir leiðsögn nýs manns Eto'o, David Pagou. Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið milli knattspyrnusambands landsins og íþróttaráðuneytis Kamerún síðustu misseri. Belginn Marc Brys var ráðinn landsliðsþjálfari í apríl 2024 af íþróttaráðuneytinu, ráðning sem Eto'o hefur reynt að vinda ofan af síðan. Belginn Marc Brys fær kaldar kveðju frá kamerúnsku stjörnunni.Isosport/MB Media/Getty Images Stórstjarnan Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona og Inter Milan, var endurkjörinn sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, Fecafoot, í síðustu viku og gekk vasklega til verks að reka Brys með endurnýjuðu umboði. Uppsögn Brys fylgdi harðorð yfirlýsing þar sem Belginn sætir löngum lista ásakana. Hann er meðal annars sagður hafa hvatt leikmenn til að ögra knattspyrnusambandinu og sömuleiðis átt samstarf við óþekkta einstaklinga innan sambandsins til að grafa undan starfsemi þess. Hann er einnig sakaður um að mæta ekki á fundi, neita að upplýsa um æfingaáætlanir sínar, stofna samskiptum við styrktaraðila í hættu, birta ekki leikmannahóp sinn á réttum tíma og nota „blekkingar til að komast hjá faglegri skyldu sinni til að halda blaðamannafundi“. Nýr þjálfari og umdeildur leikmannahópur Á mótinu mun David Pagou stýra kamerúnska liðinu. Sá er reynslumikill heimamaður sem var í starfsteymi Brys og hefur stýrt liðum í efstu deild Kamerún um árabil. Hópur Pagou vekur athygli. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er André Onana, fyrrum markvörður Manchester United, og ein stærsta stjarna kamerúnska liðsins, ekki í landsliðshópnum fyrir komandi keppni. Fyrirliðinn og aðal framherji liðsins, Vincent Aboubakar, er einnig utan hóps, sem og André-Frank Zambo Anguissa, leikmaður Napoli, og Michael Ngadeu. Zambo Anguissa hefur glímt við meiðsli að undanförnu en engin skýring fylgir fjarveru hinna þriggja lykilmanna liðsins. Rekinn eftir tvo mánuði og ráðinn tveimur dögum síðar Þjálfarasaga kamerúnska liðsins er skrautleg í forsetatíð Eto'o, sem var fyrst kjörinn forseti Fecafoot í desember 2021. Hann rak portúgalska stjórann Toni Conceicao eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni á heimavelli. Sá brottrekstur var í óþökk íþróttamálaráðuneytisins. Rigobert Song, fyrrum liðsfélagi Eto'o í landsliðinu, tók við stjórnartaumunum samkvæmt tilskipun forseta landsins, Paul Biya. Eto'o er þó sagður hafa sjálfur á því að ráða Song, einnig. Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010 og settist síðar á þjálfarastól liðsins.vísir/getty Song stýrði liðinu á HM í Katar 2022, þar sem André Onana fór snemma heim, en Song var svo rekinn eftir slaka frammistöðu á síðasta Afríkumóti. Áðurnefndur Brys var þá ráðinn af ráðuneytinu og birti knattspyrnusambandið í kjölfarið yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir mikilli furðu á ráðningunni. Hann var rekinn af sambandinu tveimur mánuðum eftir ráðninguna í kjölfar hávaðarifrildis við Eto'o. Hann var hins vegar endurráðinn tveimur dögum eftir þann brottrekstur og hefur verið við stjórnvölin síðan, í óþökk Eto'o sem virðist nú loks hafa fengið sínu framgengt. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi kamerúnska liðsins undir leiðsögn nýs manns Eto'o, David Pagou.
Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu