Íslendingalið Norrköping féll með skömm Ingvi Þór Sæmundsson og Siggeir Ævarsson skrifa 29. nóvember 2025 18:49 Gervigrasið logaði. Twitter@SzwedzkaP Norrköping er fallið niður í sænsku B-deildina í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Örgryte í umspili í dag. Örgryte vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 3-0, og leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Stuðningsmenn Norrköping voru afar ósáttir við gang mála og stöðva þurfti leikinn undir lokin eftir að þeir köstuðu flugeldum inn á völlinn. Gervigrasið skemmdist og þá kviknaði í netinu svo að stoppa þurfti leikinn um langa hríð. Þegar leikurinn gat loks farið aftur af stað flaug aftur blys inn á völlinn nánast um leið og hann fór af stað og aftur þurfti að stoppa. Leikmenn fóru strax af velli og að lokum var ákveðið að tæma stúkuna af stuðningsmönnum heimamanna. Leikurinn gat þá klárast, fjórum og hálfum tíma eftir að hann hófst. The game between IFK Norrköping and Örgryte will now continue. The IFK Norrköping fans who were behind the goal have been forced to leave the stadium. pic.twitter.com/kwHPQEnOPk— 🇸🇪 (@SwedeStats) November 29, 2025 Tímabilið í ár hefur verið sorgarsaga hjá Norrköping. Liðið tapaði síðustu sex deildarleikjum sínum og endaði í 14. sæti. Norrköping þurfti því að fara í umspil til að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Þar mætti liðið Örgryte sem lenti í 3. sæti B-deildarinnar. Örgryte vann fyrri leikinn með þremur mörkum gegn engu og því var ljóst að róður Norrköping yrði afar þungur í dag. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliði Norrköping sem tókst ekki að skora, ekki frekar en Örgryte sem vann einvígið, 3-0 samanlagt. Jónatan Guðni Arnarsson kom inn á sem varamaður hjá Norrköping fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu. Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Stuðningsmenn Norrköping voru afar ósáttir við gang mála og stöðva þurfti leikinn undir lokin eftir að þeir köstuðu flugeldum inn á völlinn. Gervigrasið skemmdist og þá kviknaði í netinu svo að stoppa þurfti leikinn um langa hríð. Þegar leikurinn gat loks farið aftur af stað flaug aftur blys inn á völlinn nánast um leið og hann fór af stað og aftur þurfti að stoppa. Leikmenn fóru strax af velli og að lokum var ákveðið að tæma stúkuna af stuðningsmönnum heimamanna. Leikurinn gat þá klárast, fjórum og hálfum tíma eftir að hann hófst. The game between IFK Norrköping and Örgryte will now continue. The IFK Norrköping fans who were behind the goal have been forced to leave the stadium. pic.twitter.com/kwHPQEnOPk— 🇸🇪 (@SwedeStats) November 29, 2025 Tímabilið í ár hefur verið sorgarsaga hjá Norrköping. Liðið tapaði síðustu sex deildarleikjum sínum og endaði í 14. sæti. Norrköping þurfti því að fara í umspil til að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Þar mætti liðið Örgryte sem lenti í 3. sæti B-deildarinnar. Örgryte vann fyrri leikinn með þremur mörkum gegn engu og því var ljóst að róður Norrköping yrði afar þungur í dag. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliði Norrköping sem tókst ekki að skora, ekki frekar en Örgryte sem vann einvígið, 3-0 samanlagt. Jónatan Guðni Arnarsson kom inn á sem varamaður hjá Norrköping fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu.
Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira