Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 21:31 Joshua Kimmich í baráttu um boltann við Declan Rice í leiknum á Emirates-leikvanginum á miðvikudagskvöldið. Getty/ Rob Newell Joshua Kimmich og félagar í Bayern þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti Arsenal í Meistaradeildinni í gær en þrátt fyrir það var þýski landsliðsmaðurinn ekki tilbúinn að hrósa toppliði ensku úrvalsdeildarinnar og toppliði Meistaradeildarinnar. Kimmich var lítið hrifinn af leik Arsenal og hann hefur sagt að Paris Saint-Germain sé erfiðasta liðið sem Bayern München hefur mætt á þessu tímabili. Kimmich hélt því fram að lið Mikel Arteta „treysti á föst leikatriði“ og „elskaði að spila langa bolta.“ Fyrsta tapið Bayern tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu á miðvikudaginn eftir mörk frá Arsenal-mönnunum Jurriën Timber, Noni Madueke og Gabriel Martinelli á Emirates-leikvanginum. En þó að menn Vincent Kompany hafi sigrað ríkjandi meistara PSG 2-1 fyrr í þessum mánuði fannst Kimmich, miðjumanni Bayern og þýska landsliðsins, að þeir hafi boðið upp á meiri ógn og „meiri fótboltaleik.“ „Nei, ég held ekki,“ sagði Kimmich við TNT Sport þegar hann var spurður hvort Arsenal væri erfiðasta liðið sem Bayern hefði mætt á þessu ári. „Mér fannst PSG vera erfiðasta liðið. Sérstaklega vegna þess hvernig þeir spila,“ sagði Kimmich. Treysta á föst leikatriði „Arsenal er allt öðruvísi. Þeir treysta á föst leikatriði. Þeir elska að spila langa bolta. Þeir elska að berjast um aðra bolta. Þetta var allt annar leikur en gegn PSG. Sá leikur var meiri fótboltaleikur,“ sagði Kimmich. „Í dag snerist þetta ekki svo mikið um fótbolta. Þetta snerist meira um leikstjórn og einvígi. Arsenal gerði það virkilega vel í kvöld. Sigur þeirra var verðskuldaður en við verðum að læra af þessum leik,“ sagði Kimmich. Mark Timber kom eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka en þriðja markið, frá Martinelli, kom eftir langan bolta í skyndisókn. Ummæli Kimmich koma í kjölfar þess að Arteta, stjóri Arsenal, sagði að Arsenal hefði sigrað „besta lið Evrópu“ í Bayern München. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Kimmich var lítið hrifinn af leik Arsenal og hann hefur sagt að Paris Saint-Germain sé erfiðasta liðið sem Bayern München hefur mætt á þessu tímabili. Kimmich hélt því fram að lið Mikel Arteta „treysti á föst leikatriði“ og „elskaði að spila langa bolta.“ Fyrsta tapið Bayern tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu á miðvikudaginn eftir mörk frá Arsenal-mönnunum Jurriën Timber, Noni Madueke og Gabriel Martinelli á Emirates-leikvanginum. En þó að menn Vincent Kompany hafi sigrað ríkjandi meistara PSG 2-1 fyrr í þessum mánuði fannst Kimmich, miðjumanni Bayern og þýska landsliðsins, að þeir hafi boðið upp á meiri ógn og „meiri fótboltaleik.“ „Nei, ég held ekki,“ sagði Kimmich við TNT Sport þegar hann var spurður hvort Arsenal væri erfiðasta liðið sem Bayern hefði mætt á þessu ári. „Mér fannst PSG vera erfiðasta liðið. Sérstaklega vegna þess hvernig þeir spila,“ sagði Kimmich. Treysta á föst leikatriði „Arsenal er allt öðruvísi. Þeir treysta á föst leikatriði. Þeir elska að spila langa bolta. Þeir elska að berjast um aðra bolta. Þetta var allt annar leikur en gegn PSG. Sá leikur var meiri fótboltaleikur,“ sagði Kimmich. „Í dag snerist þetta ekki svo mikið um fótbolta. Þetta snerist meira um leikstjórn og einvígi. Arsenal gerði það virkilega vel í kvöld. Sigur þeirra var verðskuldaður en við verðum að læra af þessum leik,“ sagði Kimmich. Mark Timber kom eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka en þriðja markið, frá Martinelli, kom eftir langan bolta í skyndisókn. Ummæli Kimmich koma í kjölfar þess að Arteta, stjóri Arsenal, sagði að Arsenal hefði sigrað „besta lið Evrópu“ í Bayern München.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira