Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 10:03 Viktor Bjarki Daðason fagnar eftir markið sem hann skoraði gegn Kairat í gærkvöld. EPA/Ida Marie Odgaard „Hann er með þetta allt saman,“ sagði Aron Jóhannsson um Viktor Bjarka Daðason sem Aron lýsir sem hinum íslenska Nick Woltemade. Viktor skoraði sitt annað mark í Meistaradeild Evrópu í gær, aðeins 17 ára gamall. Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira