Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Jón Ísak Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 18. nóvember 2025 20:29 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Sýn Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. „Hvar er hagsmunagæslan búin að vera?“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að þetta mál hafi verið í gangi í ellefu mánuði og veltir því fyrir sér hvar hagsmunagæslan hefur verið, en hún og Bergþór Ólason fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. „Það hófust samningar við ESB í desember í fyrra, og þetta er niðurstaðan. Maður hlýtur að spyrja sig hvar er hagsmunagæslan búin að vera og hvernig hefur hún gengið,“ segir Guðrún. „Við Íslendingar höfum byggt allt okkar atvinnulíf á EES samningnum, og þess vegna er hann kominn í algjört uppnám. Mér hefur þótt ríkisstjórnin stíga frekar léttvægt til jarðar í dag.“ Hún segir það furðu sæta hvernig umræðan hafi verið frá ríkisstjórninni í dag. „Niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér á harðahlaupum inn með glæpamanninum, ég hafna því bara algjörlega.“ „Maður getur líka ekki annað en leitt hugann að því, hvort að ríkisstjórnin hafi litið svo á að það mætti veikja svona samningsstöðu Íslands, og þar með myndi það nýtast ríkisstjórninni, og málflutningi hennar gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.“ Eru þetta glæpamenn í Evrópusambandinu? „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á EES-samningnum, það hlýtur að vera brot. Það er brotið á okkur Íslendingum, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhverja eftirmála,“ segir Guðrún. Ekkert plan hjá stjórninni Bergþór segir að upp sé komin gjörbreytt staðan sem hljóti að kalla á miklu meira afgerandi viðbrögð en ríkisstjórnin hefur sýnt í dag. „Mér hefur svona þótt allt benda til þess að það sé ekkert plan hjá stjórninni. Þessi umræða um að vísa málinu til gerðardóms, er byggð á einhverjum misskilningi sýnist mér.“ „Evrópusambandið er búið að segja með hvaða hætti samskiptin verða um þetta, það verður tekinn kaffibolli á þriggja mánaða fresti til að fara yfir stöðuna. Þannig mér sýnist ráðherrarnir dáldið vera berrassaðir í raun, eins og þeir hafi hver um annan þveran farið á taugum eftir þessa niðurstöðu.“ „Eina konkret svarið sem frá þeim kemur er að það þurfi að flýta atkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu. Það getur ekki verið niðurstaðan í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Utanríkismál Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. „Hvar er hagsmunagæslan búin að vera?“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að þetta mál hafi verið í gangi í ellefu mánuði og veltir því fyrir sér hvar hagsmunagæslan hefur verið, en hún og Bergþór Ólason fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. „Það hófust samningar við ESB í desember í fyrra, og þetta er niðurstaðan. Maður hlýtur að spyrja sig hvar er hagsmunagæslan búin að vera og hvernig hefur hún gengið,“ segir Guðrún. „Við Íslendingar höfum byggt allt okkar atvinnulíf á EES samningnum, og þess vegna er hann kominn í algjört uppnám. Mér hefur þótt ríkisstjórnin stíga frekar léttvægt til jarðar í dag.“ Hún segir það furðu sæta hvernig umræðan hafi verið frá ríkisstjórninni í dag. „Niðurstaðan í þessu máli, að það sé brotið á EES-samningnum, að það eigi að þýða að við eigum að hlaupa hér á harðahlaupum inn með glæpamanninum, ég hafna því bara algjörlega.“ „Maður getur líka ekki annað en leitt hugann að því, hvort að ríkisstjórnin hafi litið svo á að það mætti veikja svona samningsstöðu Íslands, og þar með myndi það nýtast ríkisstjórninni, og málflutningi hennar gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.“ Eru þetta glæpamenn í Evrópusambandinu? „Það eru brotin lög að ég tel. Það er búið að brjóta á EES-samningnum, það hlýtur að vera brot. Það er brotið á okkur Íslendingum, á þessum samningi okkar, og það hlýtur að eiga einhverja eftirmála,“ segir Guðrún. Ekkert plan hjá stjórninni Bergþór segir að upp sé komin gjörbreytt staðan sem hljóti að kalla á miklu meira afgerandi viðbrögð en ríkisstjórnin hefur sýnt í dag. „Mér hefur svona þótt allt benda til þess að það sé ekkert plan hjá stjórninni. Þessi umræða um að vísa málinu til gerðardóms, er byggð á einhverjum misskilningi sýnist mér.“ „Evrópusambandið er búið að segja með hvaða hætti samskiptin verða um þetta, það verður tekinn kaffibolli á þriggja mánaða fresti til að fara yfir stöðuna. Þannig mér sýnist ráðherrarnir dáldið vera berrassaðir í raun, eins og þeir hafi hver um annan þveran farið á taugum eftir þessa niðurstöðu.“ „Eina konkret svarið sem frá þeim kemur er að það þurfi að flýta atkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu. Það getur ekki verið niðurstaðan í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Utanríkismál Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira