Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Magdalena Eriksson og Glódís Perla Viggósdóttir fagna hér marki saman í leik með Bayern München. Getty/Julian Finney Magdalena Eriksson, fyrrum fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið. Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16) Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Eriksson spilar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörn Bayern München og á að baki yfir hundrað landsleiki. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið,“ sagði Magdalena Eriksson í myndbandi sem hún setti inn á Instagram. Magdalena Eriksson has announced her international retirement 💛🇸🇪A leader, a winner and one of the most consistent players of her generation. A true icon who gave everything for her country. pic.twitter.com/zbL9Vl5iOG— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) November 16, 2025 Eriksson segist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hún þurfi nú að setja heilsu sína í fyrsta sæti og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár. Hún er 32 ára gömul. „Ég þarf að hlusta á líkama minn og heilsu og forgangsraða eftir því. Þetta er sannarlega ákvörðun sem ég vildi óska að ég hefði ekki þurft að taka, en vegna þess hvernig líkama mínum líður nú til dags er þetta ákvörðun sem mér finnst ég verða að taka,“ sagði Eriksson í yfirlýsingu á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins. Eriksson lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi árið 2014 og hefur spilað 123 landsleiki – og verið lykilmaður í mörg ár. Með Svíþjóð hefur hún unnið tvö silfurverðlaun á Ólympíuleikunum (2016 og 2021) og bronsverðlaun á HM 2019 og 2023. Síðasti landsleikur hennar var gegn Englandi í átta liða úrslitum EM í sumar. Grattis till en fantastisk landslagskarriär, Magdalena Eriksson👏Idag meddelade Magdalena Eriksson att hon avslutar sin landslagskarriär. 🇸🇪 123 landskamper | 14 mål🌍 Tre EM, två VM, två OS🥇 Guld F19-EM 2012🥈 OS-silver 2016 och 2021🥉 VM-brons 2019 och 2023📰… pic.twitter.com/ZBFF0Xe2fr— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 16, 2025 „Landsliðið hefur sannarlega þýtt svo mikið fyrir mig öll þessi ár. Það sem við höfum áorkað saman í landsliðinu er það sem ég er stoltust af á ferlinum og ég mun minnast allra áranna með mikilli gleði. Við höfum skemmt okkur svo vel saman og náð svo miklum árangri, um leið og við höfum barist fyrir mörgum mikilvægum málum, staðið með okkur sjálfum og kvennaknattspyrnunni. Ég er mjög stolt af landsliðsferli mínum,“ sagði Eriksson. „Það eru þungar fréttir að Magdalena sé að ljúka ferli sínum með landsliðinu. Hún hefur lengi verið einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fagmennska hennar, hugrekki og hjarta hafa sett sterkan svip á landsliðið,“ sagði Tony Gustavsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri umhyggju sem hún sýnir eigin líkama og framtíð og er henni innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum til sænska fótboltans og óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gustavsson. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Eriksson (@magdalenaeriksson16)
Þýski boltinn HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira