Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 06:30 Andrea Medina hjá Atletico Madrid liggur rotuð í grasinu eftir höggið. Getty/Oscar J. Barroso Spænska knattspyrnukonan Andrea Medina fékk afar slæmt höfuðhögg í leik Atletico Madrid og Juventus í Meistaradeild kvenna í fótbolta. Medina lenti í slæmum árekstri við ítölsku landsliðskonuna Barböru Bonansea. Hún hneig niður á völlinn stuttu eftir áreksturinn og lá hreyfingarlaus á meðan kallað var á sjúkralið. Eftir að hafa fengið aðhlynningu á vellinum var spænska U23-landsliðskonan borin af velli á sjúkrabörum og flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl. View this post on Instagram A post shared by Fifty1 (@_fifty1_) Hin reynda breska íþróttafréttakona Jacqui Oatley var meðal þeirra sem lýstu leiknum fyrir Disney+. Hún brást við hinum ógnvekjandi atburðum með því að birta færslu á samfélagsmiðlum: „Þetta er hræðilegt. Við vorum að lýsa leik Atletico Madrid gegn Juventus í @UWCL fyrir Disney+ og ungi spænski vinstri bakvörðurinn Andrea Medina hneig skyndilega niður – hún fékk langa og bráða aðhlynningu áður en hún var borin af velli. Við óskum henni alls hins besta og vonum að hún sé í lagi,“ skrifaði Jacqui Oatley. Þrátt fyrir að meiðsli Medinu virtust alvarleg var leikurinn kláraður, með tíu mínútna viðbótartíma. Atletico tapaði að lokum 2-1, en Emma Stolen Godo og Bonansea skoruðu sigurmark Juventus. Eftir leikinn beindist athyglin skiljanlega að mestu að Medinu. Atletico staðfesti á samfélagsmiðlum sínum að alvarlegt höfuðhögg hefði valdið því að unga varnarkonan þyrfti frekari rannsóknir og meðferð. Spænska félagið sagði: „Andrea Medina var skipt af velli eftir að hafa hlotið höfuðáverka. Knattspyrnukonunni líður vel en hún hefur verið flutt á sjúkrahús til frekari rannsókna.“ Í samtali við fréttamenn kom Carmen Menayo, aðalþjálfari Atletico, með frekari hvetjandi fréttir af ástandi Medinu: „Ég held að henni líði vel, hún er á sjúkrahúsi og þarf að fara í rannsóknir en ég held að hún sé í lagi. Það er það mikilvægasta af öllu.“ Hún hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsinu en þarf eflaust talsverðan tíma til að jafna sig áður en hún snýr aftur inn á fótboltavöllinn. Medina hefur spilað í öllum þremur leikjum Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún var meðal markaskorara í 6-0 sigri þeirra á St. Pölten. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Spánar, frá U16 upp í U23, og unnið tvo Evrópumeistaratitla með U19-liðinu og heimsmeistaratitil með U20-liðinu. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira
Medina lenti í slæmum árekstri við ítölsku landsliðskonuna Barböru Bonansea. Hún hneig niður á völlinn stuttu eftir áreksturinn og lá hreyfingarlaus á meðan kallað var á sjúkralið. Eftir að hafa fengið aðhlynningu á vellinum var spænska U23-landsliðskonan borin af velli á sjúkrabörum og flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl. View this post on Instagram A post shared by Fifty1 (@_fifty1_) Hin reynda breska íþróttafréttakona Jacqui Oatley var meðal þeirra sem lýstu leiknum fyrir Disney+. Hún brást við hinum ógnvekjandi atburðum með því að birta færslu á samfélagsmiðlum: „Þetta er hræðilegt. Við vorum að lýsa leik Atletico Madrid gegn Juventus í @UWCL fyrir Disney+ og ungi spænski vinstri bakvörðurinn Andrea Medina hneig skyndilega niður – hún fékk langa og bráða aðhlynningu áður en hún var borin af velli. Við óskum henni alls hins besta og vonum að hún sé í lagi,“ skrifaði Jacqui Oatley. Þrátt fyrir að meiðsli Medinu virtust alvarleg var leikurinn kláraður, með tíu mínútna viðbótartíma. Atletico tapaði að lokum 2-1, en Emma Stolen Godo og Bonansea skoruðu sigurmark Juventus. Eftir leikinn beindist athyglin skiljanlega að mestu að Medinu. Atletico staðfesti á samfélagsmiðlum sínum að alvarlegt höfuðhögg hefði valdið því að unga varnarkonan þyrfti frekari rannsóknir og meðferð. Spænska félagið sagði: „Andrea Medina var skipt af velli eftir að hafa hlotið höfuðáverka. Knattspyrnukonunni líður vel en hún hefur verið flutt á sjúkrahús til frekari rannsókna.“ Í samtali við fréttamenn kom Carmen Menayo, aðalþjálfari Atletico, með frekari hvetjandi fréttir af ástandi Medinu: „Ég held að henni líði vel, hún er á sjúkrahúsi og þarf að fara í rannsóknir en ég held að hún sé í lagi. Það er það mikilvægasta af öllu.“ Hún hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsinu en þarf eflaust talsverðan tíma til að jafna sig áður en hún snýr aftur inn á fótboltavöllinn. Medina hefur spilað í öllum þremur leikjum Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún var meðal markaskorara í 6-0 sigri þeirra á St. Pölten. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Spánar, frá U16 upp í U23, og unnið tvo Evrópumeistaratitla með U19-liðinu og heimsmeistaratitil með U20-liðinu. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira