Tíska og hönnun

Ungir „gúnar“ í essinu sínu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var mikið fjör í 66 Norður á laugardag.
Það var mikið fjör í 66 Norður á laugardag. SAMSETT

Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð.

Í fréttatilkynningu segir: 

„Síðastliðinn laugardag afhjúpaði 66°Norður aðra samstarfslínu sína með Reykjavik Roses. Samstarfið vakti mikla spennu og dró að sér fjölda gesta, þar sem löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun.

DJ Bjarki Vattness hélt uppi stemmingunni en línan er blanda af menningu Reykjavík Roses og arfleifð 66°Norður. Flíkurnar eru allar framleiddar í verksmiðjum 66°Norður.“

Hinir svokölluðu gúnar (e. goons) voru heldur betur sáttir með þessa línu, biðu rólegir í línu og nutu sín í botn. 

Gúns er tökuorð sem hefur notið mikilla vinsælda hjá ungmennum landsins og nær utan um unglingspilta sem eru gjarnan með buxurnar á hælunum, rokka húfur og sólgleraugu inni og fleira í þeim dúr. 

Hér má sjá myndir frá gleðinni: 

Stuð og stemning.Hjördís Jónsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson hipp og kúl.Hjördís Jónsdóttir
Magnús Sveinn frá Reykjavík Roses, betur þekktur sem Maggi vespa, gún foringi mikill.Hjördís Jónsdóttir
#röðinHjördís Jónsdóttir
Strákar í stuði.Hjördís Jónsdóttir
Allir hressir.Hjördís Jónsdóttir
Bergur Guðnason hönnuður hjjá 66 Norður og Arnar Leó eigandi RR.Hjördís Jónsdóttir
Margt um unglinginn.Hjördís Jónsdóttir
Strákar í stuði.Hjördís Jónsdóttir
Máta úlpu.Hjördís Jónsdóttir
Sáttir með kaupin.Hjördís Jónsdóttir
Þessi biðu spennt eftir opnun.Hjördís Jónsdóttir
DJ Bjarki Vattness þeytti skífum.Hjördís Jónsdóttir
Loksins búið að opna.Hjördís Jónsdóttir
Nýjar hettupeysur.Hjördís Jónsdóttir
Sigga Dögg lét sig ekki vanta! Hjördís Jónsdóttir
Feðginin María Sif Þorvaldsdóttir og Þorvaldur Ólafsson mátuðu bæði! Hjördís Jónsdóttir
Kósí!Hjördís Jónsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.