Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2025 18:35 Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er meðal þeirra kvenna sem fram komu á ráðstefnunni Reykjavík Global Forum þar sem vísitalan var kynnt. RGF/Lilja Jóns Ísland mælist með 86 stig á mælikvarða sem kortleggur viðhorf til kvenna og karla í leiðtogastöðum og lækkar um eitt stig milli ára. Ísland er áfram efst á lista en viðhorf til kvenleiðtoga virðist hafa versnað í mörgum stærstu ríkjum heims á síðustu árum, sérstaklega meðal yngra fólks. Þetta má lesa úr vísitölunni Reykjavik Index for Leadership 2025-2026 sem gefin var út í dag. Henni er ætlað að meta samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Þar eru 100 stig sögð endurspegla að allt samfélagið telji konur og karla jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverkum á ólíkum sviðum í samfélaginu. Vísitalan er gefin út árlega og var birt í dag á Heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, sem fram fer í Hörpu. Þróunin í G7-ríkjunum frá árinu 2018. 100 stig eru sögð endurspegla að allt samfélagið telji konur og karla jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverkum á ólíkum sviðum í samfélaginu.Reykjavík Global Forum Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum í G7-ríkjunum Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum mælist nú 68 stig líkt og árið í fyrra. Þar áður sást lækkun en á árinu 2018 mældust G7-ríkin með 72 stig á kvarðanum og hafa mest verið með 73 stig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Global Forum. Viðhorf versnað meðal ungs fólk í Bandaríkjunum og Þýskalandi Mælt viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum í Þýskalandi og Bandaríkjunum hefur versnað, sérstaklega meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 34 ára. Á sama tíma hefur viðhorf batnað í Japan og Ítalíu sem bendir til þess að fleiri íbúar þar telji konur og karla jafn hæf til að gegna forystu nú en árið á undan, að sögn Reykjavík Global Forum. Munur mælist á afstöðu karla og kvenna í G7-ríkjunum. Afstaða karla er hér sýnd með brúnum lit og afstaða kvenna í grænu.Reykjavík Global Forum Viðhorf batnað í Kenía og Nígeríu Annars staðar hefur viðhorf til kvenna í leiðtogastöðum batnað milli ára. Til að mynda hefur Kenía farið úr 52 stigum í 56 og Nígería úr 57 stigum í 59. Vísitalan er þróuð af alþjóðlega rannsóknarfyrirtækinu Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum. Hún byggir á svörum úr könnun sem er lögð fyrir 1.000 manns í hverju ríki á aldrinum 18 til 65 ára. „Kynslóðamunur er mjög sýnilegur í niðurstöðunum, yngra fólk telur síður kynin jafn hæf til forystu en foreldrar þeirra. Konur meta konur almennt hæfari í leiðtogastörf en karlar, en bæði kynin mæta vissum menningarlegum hindrunum á ákveðnum sviðum. Karlar eru taldir síður hæfir til forystu á sviði umönnunar barna og konur síður hæfar að sinna leiðtogahlutverki á sviði varnar- og öryggismála, verkfræði og geimvísinda,“ segir Michelle Harrison, forseti Verian Group, í tilkynningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Reykjavík Global Forum.Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Reykjavík Global Forum, segir að mælikvarðinn endurspegli átta ára samfellda gagnasöfnun. „Viðhorf fólks innan samfélaga breytast hægt en örugglega, og Reykjavík Index veitir vissa yfirsýn sem gerir okkur kleift að sjá bæði í hvaða átt og á hvaða hraða breytingarnar eiga sér stað. Þótt Ísland standi enn efst samkvæmt vísitölunni bendir hún á að jafnvel hér á heimavelli hafi einkunnin lækkað, úr 91 árið 2022 í 86 í ár. Það sýnir svart á hvítu að árangur í jafnréttismálum er aldrei tryggður og má aldrei telja sjálfgefinn. Framfarir krefjast stöðugrar athygli og pólitísks vilja, jafnvel á Íslandi,“ segir Hanna Birna í tilkynningu. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. 12. nóvember 2024 13:39 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Þetta má lesa úr vísitölunni Reykjavik Index for Leadership 2025-2026 sem gefin var út í dag. Henni er ætlað að meta samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Þar eru 100 stig sögð endurspegla að allt samfélagið telji konur og karla jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverkum á ólíkum sviðum í samfélaginu. Vísitalan er gefin út árlega og var birt í dag á Heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, sem fram fer í Hörpu. Þróunin í G7-ríkjunum frá árinu 2018. 100 stig eru sögð endurspegla að allt samfélagið telji konur og karla jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverkum á ólíkum sviðum í samfélaginu.Reykjavík Global Forum Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum í G7-ríkjunum Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum mælist nú 68 stig líkt og árið í fyrra. Þar áður sást lækkun en á árinu 2018 mældust G7-ríkin með 72 stig á kvarðanum og hafa mest verið með 73 stig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Global Forum. Viðhorf versnað meðal ungs fólk í Bandaríkjunum og Þýskalandi Mælt viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum í Þýskalandi og Bandaríkjunum hefur versnað, sérstaklega meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 34 ára. Á sama tíma hefur viðhorf batnað í Japan og Ítalíu sem bendir til þess að fleiri íbúar þar telji konur og karla jafn hæf til að gegna forystu nú en árið á undan, að sögn Reykjavík Global Forum. Munur mælist á afstöðu karla og kvenna í G7-ríkjunum. Afstaða karla er hér sýnd með brúnum lit og afstaða kvenna í grænu.Reykjavík Global Forum Viðhorf batnað í Kenía og Nígeríu Annars staðar hefur viðhorf til kvenna í leiðtogastöðum batnað milli ára. Til að mynda hefur Kenía farið úr 52 stigum í 56 og Nígería úr 57 stigum í 59. Vísitalan er þróuð af alþjóðlega rannsóknarfyrirtækinu Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum. Hún byggir á svörum úr könnun sem er lögð fyrir 1.000 manns í hverju ríki á aldrinum 18 til 65 ára. „Kynslóðamunur er mjög sýnilegur í niðurstöðunum, yngra fólk telur síður kynin jafn hæf til forystu en foreldrar þeirra. Konur meta konur almennt hæfari í leiðtogastörf en karlar, en bæði kynin mæta vissum menningarlegum hindrunum á ákveðnum sviðum. Karlar eru taldir síður hæfir til forystu á sviði umönnunar barna og konur síður hæfar að sinna leiðtogahlutverki á sviði varnar- og öryggismála, verkfræði og geimvísinda,“ segir Michelle Harrison, forseti Verian Group, í tilkynningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Reykjavík Global Forum.Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Reykjavík Global Forum, segir að mælikvarðinn endurspegli átta ára samfellda gagnasöfnun. „Viðhorf fólks innan samfélaga breytast hægt en örugglega, og Reykjavík Index veitir vissa yfirsýn sem gerir okkur kleift að sjá bæði í hvaða átt og á hvaða hraða breytingarnar eiga sér stað. Þótt Ísland standi enn efst samkvæmt vísitölunni bendir hún á að jafnvel hér á heimavelli hafi einkunnin lækkað, úr 91 árið 2022 í 86 í ár. Það sýnir svart á hvítu að árangur í jafnréttismálum er aldrei tryggður og má aldrei telja sjálfgefinn. Framfarir krefjast stöðugrar athygli og pólitísks vilja, jafnvel á Íslandi,“ segir Hanna Birna í tilkynningu.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. 12. nóvember 2024 13:39 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. 12. nóvember 2024 13:39