Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 14:32 Lionel Messi á blaðamannafundinum í ágúst 2021 þegar hann kvaddi Barcelona. Tárin runnu þá hjá stærstu stjörnunni í sögu félagsins. Getty/Eric Alonso Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik. Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik.
Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira