Fótbolti

Union Berlin stöðvaði ótrú­lega sigur­göngu Bayern

Siggeir Ævarsson skrifar
Dayot Upamecano og Rani Khedira takast á í leiknum í dag
Dayot Upamecano og Rani Khedira takast á í leiknum í dag EPA/Filip Singer

Bayern München náði ekki að vinna sinn 17 leik í röð í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Union Berlin.

Bayern var raunar hársbreidd frá því að tapa leiknum en markahrókurinn Harry Kane kom Bayern til bjargar með marki á 93. mínútu.

Danilho Doekhi kom heimamönnum yfir á 27. mínútu en Luis Diaz jafnaði metin rúmlega tíu mínútum síðar með ótrúlegu marki.

Doekhi var aftur á ferðinni á 84. mínútu og leit út fyrir að það yrði sigurmarkið en Kane bjargaði því sem bjargað varð í uppbótartíma.

Bayern enn ósigrað á toppi deildarinnar með 28 stig eftir tíu umferðir, sex stigum á undan Leipzig sem eru í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×