Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2025 11:00 Ian Jeffs og Nik Chamberlain slógu á létta strengi. Sá síðarnefndi vill fá leikmenn Blika með sér til Svíþjóðar en sá fyrrnefndi tekur við þjálfarastarfi Blika og vill líklega halda í sína bestu leikmenn. Vísir Nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks hefur í nægu að snúast þrátt fyrir að taka ekki formlega við starfinu fyrr en í næsta mánuði. Fráfarandi þjálfari útilokar ekki að fá Blika með sér til Svíþjóðar. Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki
Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira