Fótbolti

Emilía skoraði annan leikinn í röð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðskonan klæddi sig aftur í markaskóna.
Landsliðskonan klæddi sig aftur í markaskóna. vísir

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði fyrra mark RB Leipzig í 2-0 sigri gegn FC Carl Zeiss Jena í níundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Emelía hefur verið í banastuði undanfarið, hún lagði upp mark fyrir íslenska landsliðið í 3-0 sigri gegn Norður-Írlandi á dögunum og var að skora annan leikinn í röð í þýsku deildinni, eftir að hafa skorað og lagt upp mark í 4-2 sigri gegn Freiburg í síðustu umferð.

Hún skoraði fyrra mark Leipzig í 2-0 sigri á 20. mínútu leiksins. Annabel Schasching tvöfaldaði svo forystuna úr vítaspyrnu á 70. mínútu.

Leipzig er komið upp í áttunda sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum.

Þriðja tapið í röð hjá Ingibjörgu

Ingibjörg Sigurðardóttir stóð vaktina í vörn Freiburg í 2-1 tapi á útivelli gegn Hoffenheim. Þetta var þriðja tap Freiburg í röð en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar eftir níu umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×