Fótbolti

Nik fær Lindu Líf til Kristianstad

Valur Páll Eiríksson skrifar
Linda Líf hefur verið öflug með Víkingi undanfarin ár.
Linda Líf hefur verið öflug með Víkingi undanfarin ár. vísir / diego

Linda Líf Boama hefur skrifað undir samning við Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún kemur til liðsins frá Víkingi.

Víkingur greinir frá tíðindunum á samfélagsmiðlum félagsins. Linda Líf er þar af leiðandi fyrsti leikmaðurinn sem Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, fær til sænska liðsins sem hann tekur við á næstu vikum.

Linda Líf er 24 ára gömul og leikur sem sóknarmaður. Hún skoraði átta mörk í 20 deildarleikjum fyrir Víking í sumar.

Hún skrifar undir þriggja ára samning við sænska liðið og verður fjórði íslenski leikmaðurinn í röðum Kristianstad en þar eru fyrir landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir, Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir.

Kristianstad stendur í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×