Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 10:32 Dani Carvajal gefur Lamine Yamal merki um að hann ætti að tala minna. Getty/David Ramos/ Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcelona í El Clasico í spænsku deildinni í gær en það urðu mikil læti í leikslok. Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Spænski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Spænski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira