Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:00 Á meðan Erling Haaland raðar inn mörkum þá sér Josko Gvardiol til þess að Manchester City fái sem fæst mörk á sig á hinum enda vallarins. Getty/Simon Stacpoole Fyrir fimm árum hefði Króatann Josko Gvardiol aldrei grunað að hann ætti eftir að spila fyrir Manchester City. Hann var nálægt því að hætta í fótbolta til að snúa sér að körfubolta en varð svo næstdýrasti varnarmaður sögunnar. Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira