Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 09:32 Gunnlaugur Árni Sveinson veitti eiginhandaráritun eftir sigurinn í gær. Íslenski landsliðskylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri á sterku háskólamóti í Bandaríkjunum í gær. Foreldrar hans voru á svæðinu og fylgdust með æsispennandi lokakafla. Um var að ræða Fallen Oak golfmótið, þriggja daga mót í Mississippi, og hóf Gunnlaugur mótið af miklum krafti með því að spila á 66 höggum, eða sex undir pari. Á Instagram-síðu LSU-golfliðsins sem Gunnlaugur spilar fyrir var talað um stjörnuframmistöðu hjá „Íslenska Tígrinum“, með vísan í að liðið heitir LSU Tigers, en mögulega var líka verið að líkja Gunnlaugi við Tiger Woods eftir þennan magnaða fyrsta hring. Hann lék hring tvö á 70 höggum en tryggði sér svo sigurinn á mótinu með því að leika lokahringinn á 67 höggum, og endaði því samtals á -13 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum. William Jennings frá Alabama-háskóla og Max Herendeen frá Illinois-háskóla enduðu aðeins höggi á eftir Gunnlaugi, og voru þeir Jennings og Gunnlaugur jafnir fyrir lokaholuna en þar fékk Jennings skolla og Gunnlaugur par. Foreldrar Gunnlaugs voru á svæðinu og urðu því vitni að þessum dísæta sigri sem er annar sigur Gunnlaugs á bandarísku háskólamóti. Andrés Davíðsson, þjálfari Gunnlaugs hjá GKG, var einnig viðstaddur að því er fram kemur á golf.is. Heldur áfram upp heimslistann Gunnlaugur hefur átt frábært haust því áður hafði hann náð 2. sæti á móti fyrir mánuði síðan og endað í 10. og 11. sæti á öðrum mótum. Hann er sem stendur í 13. sæti heimslista áhugakylfinga en ætti að taka stökk upp á við á næstunni eftir árangurinn í Mississippi. Skóli Gunnlaugs, Louisiana State University, deildi efsta sætinu í liðakeppninni í Mississippi með Alabama-háskólanum, eftir að hafa misst niður ellefu högga forystu á lokadeginum. Golf Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Um var að ræða Fallen Oak golfmótið, þriggja daga mót í Mississippi, og hóf Gunnlaugur mótið af miklum krafti með því að spila á 66 höggum, eða sex undir pari. Á Instagram-síðu LSU-golfliðsins sem Gunnlaugur spilar fyrir var talað um stjörnuframmistöðu hjá „Íslenska Tígrinum“, með vísan í að liðið heitir LSU Tigers, en mögulega var líka verið að líkja Gunnlaugi við Tiger Woods eftir þennan magnaða fyrsta hring. Hann lék hring tvö á 70 höggum en tryggði sér svo sigurinn á mótinu með því að leika lokahringinn á 67 höggum, og endaði því samtals á -13 höggum. Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum. William Jennings frá Alabama-háskóla og Max Herendeen frá Illinois-háskóla enduðu aðeins höggi á eftir Gunnlaugi, og voru þeir Jennings og Gunnlaugur jafnir fyrir lokaholuna en þar fékk Jennings skolla og Gunnlaugur par. Foreldrar Gunnlaugs voru á svæðinu og urðu því vitni að þessum dísæta sigri sem er annar sigur Gunnlaugs á bandarísku háskólamóti. Andrés Davíðsson, þjálfari Gunnlaugs hjá GKG, var einnig viðstaddur að því er fram kemur á golf.is. Heldur áfram upp heimslistann Gunnlaugur hefur átt frábært haust því áður hafði hann náð 2. sæti á móti fyrir mánuði síðan og endað í 10. og 11. sæti á öðrum mótum. Hann er sem stendur í 13. sæti heimslista áhugakylfinga en ætti að taka stökk upp á við á næstunni eftir árangurinn í Mississippi. Skóli Gunnlaugs, Louisiana State University, deildi efsta sætinu í liðakeppninni í Mississippi með Alabama-háskólanum, eftir að hafa misst niður ellefu högga forystu á lokadeginum.
Golf Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira