Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 07:30 Antoine Griezmann á æfingu Atlético Madrid á Emirates-vellinum í gærkvöld. Hann komst ekki í heita sturtu inni í klefa eftir æfinguna. Getty/Harry Murphy Leikmenn Atlético Madrid gætu mætt reiðir til leiks gegn Arsenal í Lundúnum í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, vegna skorts á gestrisni hjá enska félaginu. Spænska blaðið Marca segir að Atlético-menn hafi verið æfir í gærkvöld þegar í ljós kom að þeir gátu ekki farið í heita sturtu eftir lokaæfingu sína á Emirates-leikvanginum, fyrir stórleikinn í kvöld. Þeir telja óskiljanlegt að slík lágmarkskrafa skuli ekki uppfyllt hjá svo stóru félagi og í sjálfri Meistaradeild Evrópu. Leikmenn Atlético höfðu æft í rigningunni á Emirates en enduðu á að þurfa að fara á hótelið sitt til þess að komast í sturtu. 🚨 BREAKING: Atlético Madrid has filed a complaint with UEFA over the unusual situation of having no hot water available for the players after training.The club is outraged, especially since the players trained under the rain and had to rush back to the hotel to shower.@marca pic.twitter.com/jL5iR1iD5K— Atletico Universe (@atletiuniverse) October 20, 2025 Samkvæmt frétt The Athletic var heitavatnslaust í báðum búningsklefunum á Emirates-leikvanginum og var búið að bæta úr því innan við 40 mínútum eftir að Arsenal var upplýst um vandamálið. Það hefði dugað til þess að leikmenn Atlético kæmust í sturtu eftir æfingu ef liðið hefði ekki ákveðið að hafa æfinguna styttri en áætlað var. Forráðamenn Atlético kvörtuðu til UEFA vegna málsins og hafa þeir fengið afsökunarbeiðni frá Arsenal. Marca segir að mikil reiði hafi blossað upp þegar leikmenn Atlético Madrid hafi ekki komist í sturtu.Getty/John Walton UEFA setur þá kröfur á félög að heitt vatn sé til staðar í búningsklefum en það á þó við um keppnisleiki en ekki æfingar. Arsenal hefur unnið báða leiki sína í keppninni til þessa, gegn Olympiacos og Athletic Bilbao, en Atlético hefur unnið Frankfurt og tapað fyrir Liverpool. Leikur liðanna hefst klukkan 19 á Sýn Sport Viaplay en hægt er að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport og hefst hún klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Spænska blaðið Marca segir að Atlético-menn hafi verið æfir í gærkvöld þegar í ljós kom að þeir gátu ekki farið í heita sturtu eftir lokaæfingu sína á Emirates-leikvanginum, fyrir stórleikinn í kvöld. Þeir telja óskiljanlegt að slík lágmarkskrafa skuli ekki uppfyllt hjá svo stóru félagi og í sjálfri Meistaradeild Evrópu. Leikmenn Atlético höfðu æft í rigningunni á Emirates en enduðu á að þurfa að fara á hótelið sitt til þess að komast í sturtu. 🚨 BREAKING: Atlético Madrid has filed a complaint with UEFA over the unusual situation of having no hot water available for the players after training.The club is outraged, especially since the players trained under the rain and had to rush back to the hotel to shower.@marca pic.twitter.com/jL5iR1iD5K— Atletico Universe (@atletiuniverse) October 20, 2025 Samkvæmt frétt The Athletic var heitavatnslaust í báðum búningsklefunum á Emirates-leikvanginum og var búið að bæta úr því innan við 40 mínútum eftir að Arsenal var upplýst um vandamálið. Það hefði dugað til þess að leikmenn Atlético kæmust í sturtu eftir æfingu ef liðið hefði ekki ákveðið að hafa æfinguna styttri en áætlað var. Forráðamenn Atlético kvörtuðu til UEFA vegna málsins og hafa þeir fengið afsökunarbeiðni frá Arsenal. Marca segir að mikil reiði hafi blossað upp þegar leikmenn Atlético Madrid hafi ekki komist í sturtu.Getty/John Walton UEFA setur þá kröfur á félög að heitt vatn sé til staðar í búningsklefum en það á þó við um keppnisleiki en ekki æfingar. Arsenal hefur unnið báða leiki sína í keppninni til þessa, gegn Olympiacos og Athletic Bilbao, en Atlético hefur unnið Frankfurt og tapað fyrir Liverpool. Leikur liðanna hefst klukkan 19 á Sýn Sport Viaplay en hægt er að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport og hefst hún klukkan 18:30.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira