Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 08:32 Arne Slot þurfti að horfa upp á miðjumann sinn meiðast á höfði og Manchester United komast yfir, með nokkurra sekúndna millibili. EPA/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot. Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48
Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01