Fótbolti

Þriðja tap Norrköping í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson er fastamaður hjá Norrköping.
Ísak Andri Sigurgeirsson er fastamaður hjá Norrköping. norrköping

Malmö lyfti sér upp í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 0-2 útisigri á Norrköping í dag.

Þetta var þriðja tap Norrköping í röð en liðið er í 12. sæti með 29 stig, fjórum stigum frá umspilssæti þegar liðið á þrjá leiki eftir.

Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn fyrir Norrköping í dag.

Hinn átján ára Jónatan Guðni Arnarsson kom inn á sem varamaður hjá Norrköping þegar sjö mínútur voru eftir. Hann hefur komið við sögu í átta deildarleikjum á tímabilinu en hann gekk í raðir Norrköping frá Fjölni fyrr á þessu ári.

Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Malmö á 88. mínútu. Arnór Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×