Innlent

Yfir­vofandi verk­fall flug­um­ferðar­stjóra og Fram­sókn fundar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en við ræðum við formann Félags flugumferðarstjóra í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni.

Þá verðum við í beinni frá fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn er á Hilton Reykjavík Nordica. Nýr ritari verður kosinn á fundinum en þrír eru í framboði. Ræðu formanns flokksins er beðið með eftirvæntingu.

Rafvarnarvopnum hefur verið beitt sjö sinnum frá því að þau voru tekin í notkun. Þau hafa þó verið notkun mun oftar til að ógna. Við förum yfir málið með afbrotafræðingi og Magnús Hlynur segir lítur við á barnaskemmtun á Kirkjubæjarklaustri.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum okkar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×