Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 16:32 Virgil van Dijk og Amad Diallo í baráttunni á Anfield í byrjun árs, þegar Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli. Getty/Carl Recine Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Þrátt fyrir brösótt gengi getur United með sigri á sunnudaginn minnkað forskot Liverpool í tvö stig, eftir tvö töp Liverpool-manna í röð í ensku úrvalsdeildinni og reyndar tap í Meistaradeild Evrópu einnig. Liverpool er þó aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal en United í 10. sæti með tíu stig eftir sjö umferðir. Það er hins vegar alltaf meira undir þegar þessi tvö lið mætast enda nær rígurinn á milli liðanna, og nágrannaborganna tveggja, mjög langt aftur. Um þetta er fjallað í upphitunarmyndbandinu hér að neðan, áhrif Sir Alex Ferguson sem þráði ekkert heitar en að „steypa Liverpool af helvítis stallinum“ og innkomu Jürgen Klopp og Arne Slot sem sáu til þess að Liverpool hefur núna unnið jafnmarga Englandsmeistaratitla og United, eða tuttugu talsins. Klippa: Rígurinn á milli Liverpool og Man. Utd United vann 2-0 sigur gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahléið, í fyrsta leik belgíska markvarðarins Senne Lammens, og létti það aðeins á þeirri miklu pressu sem verið hefur á stjóranum Rúben Amorim. Þegar Liverpool og United mættust á Anfield á síðustu leiktíð, og gerðu 2-2 jafntefli í janúar, var Liverpool komið vel á veg með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Amad Diallo tryggði United stig eftir að Lisandro Martínez hafði reyndar komið liðinu í 1-0 á 52. mínútu en Cody Gakpo og Mohamed Salah komið Liverpool yfir. Liverpool hafði unnið 3-0 sigur á Old Trafford í september fyrir ári. Síðasti deildarsigur United gegn Liverpool kom í ágúst 2022, 2-1 á Old Trafford, en United vann framlengdan bikarleik liðanna í mars 2024. Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli gegn United síðan í janúar árið 2016, þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið fyrir þáverandi lærisveina Louis van Gaal í fyrsta slag liðanna á Anfield með Klopp á hliðarlínunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45