Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:31 Vince Whaley stóð i vatninu og sló höggið þrátt fyrir að það væri krókódíll syndandi rétt hjá honum. Getty/Jonathan Bachman/EPA/CRISTOBAL HERRERA Bandarískur kylfingur sýndi að flestra mati mikið hugrekki á golfmóti í Bandaríkjunum um helgina. Vince Whaley lenti í vandræðum á Sanderson Farms-mótinu sem fór fram í Jackson í Mississippifylki. Kúlan hans endaði við bakkann á tjörn á elleftu holu og Whaley þurfti að fara ofan í vatnið til að slá kúluna aftur inn á braut. Whaley bretti upp buxnaskálmarnar og óð út í vatnið. Þegar betur var að gáð þá synti þar krókdíll og fylgdist vel með öllum hans hreyfingum. Whaley var auðvitað ekki alveg sama og leitaði ráða hjá reynslumiklum dómara. Sá hinn sami sagði Whaley ekki að hafa áhyggjur því þetta væri nú bara „krókódílakrakki“. Whaley lét því vaða aftur ofan í vatnið og sló höggið inn á brautina á meðan krókódíllinn synti rétt fyrir aftan hann. Whaley gerði síðan vel í að bjarga parinu á þessari elleftu holu. Hann endaði mótið á fimm höggum undir pari og varð í þriðja sæti. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Play it as it lies 🐊Vince Whaley played this shot from the lake ... just a few feet away from a gator @Sanderson_Champ! pic.twitter.com/iK3NaSEdiZ— PGA TOUR (@PGATOUR) October 5, 2025 Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Vince Whaley lenti í vandræðum á Sanderson Farms-mótinu sem fór fram í Jackson í Mississippifylki. Kúlan hans endaði við bakkann á tjörn á elleftu holu og Whaley þurfti að fara ofan í vatnið til að slá kúluna aftur inn á braut. Whaley bretti upp buxnaskálmarnar og óð út í vatnið. Þegar betur var að gáð þá synti þar krókdíll og fylgdist vel með öllum hans hreyfingum. Whaley var auðvitað ekki alveg sama og leitaði ráða hjá reynslumiklum dómara. Sá hinn sami sagði Whaley ekki að hafa áhyggjur því þetta væri nú bara „krókódílakrakki“. Whaley lét því vaða aftur ofan í vatnið og sló höggið inn á brautina á meðan krókódíllinn synti rétt fyrir aftan hann. Whaley gerði síðan vel í að bjarga parinu á þessari elleftu holu. Hann endaði mótið á fimm höggum undir pari og varð í þriðja sæti. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Play it as it lies 🐊Vince Whaley played this shot from the lake ... just a few feet away from a gator @Sanderson_Champ! pic.twitter.com/iK3NaSEdiZ— PGA TOUR (@PGATOUR) October 5, 2025
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira